Úrval - 01.04.1948, Qupperneq 21
Enskur blaðamaður rif jar upp atburð
frá því fyrir 40 árum.
Lenin og Trotski í London.
Grein úr „The Listener",
eftir H. N. Brailsford.
AÐ var undarleg rás viðburð-
anna, sem réði því, að Len-
in og Trotski komu til London
1907, og heppileg tilviljun, sem
kom mér í samband við þá.
Hversu gjörólíkur var ekki
heimurinn fyrir fjörutíu árum
því, sem hann er nú! Þrír keis-
arar réðu enn ríkjum. Það voru
miklu mannúðlegri tímar þá en
nú, en einn grimmur harðstjóri
var þá enn við völd. Margir okk-
ar ímynduðu sér í sakleysi sínu,
að zarveldið rússneska væri síð-
asta og versta harðstjórnin, sem
þjakaði mannkynið, og við þráð-
um að sjá hrun þess.
Ég átti nokkra kunningja
meðal landflótta Rússa í Lon-
don, og ég var virkur meðlimur
í litlum hópi, sem kallaði sig
„Vini rússnesks frelsis", og var
C. P. Scott einnig í þeim hópi. Af
þessum rússnesku vinum mínum
minnist ég fyrst allra Felixar
Volkhovski; hann var geðþekk- ■
ur, blíðlyndur öldungur, og þeirn -
tómstundum, sem hann átti frá
samsæris- og undirróðursstarf-
semi, varði hann til að skrifa
ævintýri fyrir börn! Volkhov-
ski átti hættusamt og ævintýra-
ríkt líf að baki sér. Hann hafði
sloppið frá Síberíu dulbúinn sem
rússneskur hershöfðingi. Hann
fór ríðandi alla leið frá Tomsk
til Vladivostok og tók alls stað-
ar á leiðinni kveðjum þeim, sem
honum bárust samkvæmt
ímyndaðri tign sinni. Hann var
S.R.-maður — byltingarsinn-
aður sósíalisti. Meðlimir þess
flokks töldu það heilaga skyldu
sína að myrða alla harðstjóra.
Þeir voru bein afsprengi hug-
sjónamannanna, sem Turgenev
lýsir í Óbrotnu landi (á dönsku
,,Nyland“) — flestir þeirra
stúdentar, sem „hurfu aftur til
fólksins" og lifðu á meðal bænd-
anna í þorpunum. Stefna S.R.
^var rómantísk hugsjónastefna,
íog þeir háðu oft heitar kapp-
fræður við hina skelhörðu, vís-
3*