Úrval - 01.04.1948, Side 24
22
ÚRVAL
ósköpunum f lokkurinn hef ði get-
að komist í slíkar kröggur, og
hann sagði mér, að ætlunin hef ði
upphaflega verið sú, að halda
þingið í Helsingfors. Finnland
laut þá rússneskum yfirráðum,
en hafði heimastjórn, og mál-
frelsi ríkti þar. En rétt um það
bil, sem þingið átti að hefjast,
herti keisarinn tökin á Finnum,
og varð þá flokkurinn að breyta
fyrirætlunum sínum. Skip var
leigt og siglt til Kaupmanna-
hafnar, en danska lögreglan
bannaði þingmönnunum land-
göngu af ótta við reiði keisar-
ans. Þá var siglt til Stokkhólms,
en það fór á sömu leið. Eng-
land var nú þrautarlendingin, og
þar tókst betur til. Þeir stigu á
land á bökkum Temsár. Enska
lögreglan var um þær mundir,
ef ekki beinlínis gestrisin, þá að
minnsta kosti afskiptalítil!
Eftir þessa dæmalausu ferð
í leit að málfrelsi var ekki und-
arlegt, þótt sjóður flokksins
væri tómur. En hvað gátum við
gert? Sjálfur gat ég ekki lagt
fram £500, en eftir nokkra um-
hugsun þóttist ég hafa fundið
réttan mann. Jósef Fels var sér-
vitur og örlátur milljónamær-
ingur, sem hafði grætt fé í Ame-
ríku á handsápu. Hann var
fæddur í Rússlandi, en hafði
flúið þaðan í æsku til New York.
Mér datt því í hug, að hann
kynni að hafa samúð með þess-
um byltingasinnuðu löndum sín-
um, sem strandað höfðu á enskri
grund. Ekki svo að skilja, að
Fels væri sósíalisti. Hann var
mikill aðdáandi Henry George
og trúði því, að öllu böli mundi
létta í mannheimi, ef kenningar
Georges um fasta jarðrentu yrði
framkvæmd. En þrátt fyrir það
var Fels ekki kreddufastur, og
hann var ekki búinn að gleyma
hatri sínu á harðstjórn keisar-
ans. Við Rothstein fórum því
til Fels í skrifstofu hans í City.
Hann tók okkur með vinsemd,
hlustaði þolinmóður á okkur, og
var að því kominn að segja já,
þegar hann áttaði sig og sagð-
ist fyrst þurfa að tala við ráð-
gjafa sinn í góðgerðarstarfsemi.
Mér leizt ekki á blikuna — þang-
að til ég sá glaðlynt andlit Ge-
orge Lansbury í dyrunum. Auð-
vitað féllst George á, að svona
góðgerðarstarfsemi væri sjálf-
sögð!
Brátt vorum við allir fjórir
setztir upp í bíl, sem ók okkur
til New Southgate, eftir að við
höfðum farið í banka Fels.
Fundarstaðurinn var bráða-