Úrval - 01.04.1948, Page 25
LENIN OG TROTSKI 1 LONDON
23
birgðaskáli úr bárujárni, sem
gekk undir nafninu „Sósíalista-
kirkjan“. Okkur var vísað upp
á svalirnar. Niðri í salnum var
Lenin að tala til áheyrenda, sem
hlustuðu frá sér numdir. Hann
hafði byrjað ræðu sína kvöld-
ið áður, hætt um miðnætti og
byrjað aftur morguninn eftir.
Nú var klukkan eitt, og hann
var að ljúka ræðunni. Ég þarf
ekki að lýsa Lenin nákvæmlega
fyrir ykkur. Allir þekkja hann
nú af myndum, þó að fáir Eng-
lendingar hefðu um þessar
rnundir heyrt hans getið. Hann
var frekar lágur vexti, þrekvax-
itm og kraftalegur. Höfuðið,
með andlitsfalli Tartarans, bar
vott um viljafestu og mikið vald
fil einbeitingar. Honum var létt
um mál og gætti ekki minnstu
þreytu í röddinni. Þó að ég
kynni þá ekkert í rússnesku, sá
ég, að hann flutti mál sitt meira
af skynsemi en tilfinningaofsa
og ræðumennskutilburða gætti
ekki. En öðru hverju sagði hann
einhverja fyndni, vafalaust á
kostnað andstæðinga sinna, og
þá hlógu allir. Að lokum sett-
ist hann niður, greinilega á-
nægður, því að með ræðu sinni
hafði honum tekizt að kljúfa
endanlega rússneska Sósíalde-
mókrataflokkinn. Upp frá þessu
greri aldrei um heilt með Men-
sévikum og Bolsévikum, og eft-
ir októberbyltinguna lögðu Len-
insmenn niður gamla nafnið og
kölluðu sig upp frá því kom-
múnista.
Lenin minnti mig á Gideon,
hetjuna í Gamla testamentinu,
sem reyndi baráttuvilja her-
manna sinna með því að leiða
þá niður að ánni til að drekka.
Hann kærði sig ekki um stór-
an hóp fylgjenda; hann vildi
heldur ráða yfir fámennum, ein-
beittum hópi, „atvinnubylting-
armönnunum", eins og hann
kallaði þá, sem þekktu ekki und-
anlátssemi. Á þessu þingi í báru-
járnsskálanum í New South-
gate, sem haldið var um það
leyti, er flokkurinn átti í mest-
um erfiðleikum, á dögum aftur-
halds og ofsókna, vann hann að
því að velja úr þá, sem hann
gat treyst, og losa sig við hina.
Það leit þá út sem æði blinds
ofstækismanns, en eins og sag-
an leiddi síðar í ljós, var þessi
ofstækismaður einnig raunsæis-
maður, sem gæddur var undra-
verðri framsýni.
Eftir að Lenin var setztur,
skiptust þingmennirnir niður í
hópa. Það hafði bersýnilega