Úrval - 01.04.1948, Qupperneq 26
24
ÚRVAL,
kvisazt, að uppi á svölunum
væru vinir, sem komnir væru
með peningana, er þá vanhag-
aði svo mjög um. Foringjarnir
komu upp til okkar einn á fæt-
ur öðrum, til að þakka okkur.
Fyrstur var Plekhanov, foringi
Mensévíkanna, — um þessar
mundir víðkunnastur rússneskra
sósíalista. Hann var af aðals-
ættum og skrifaði af virðuleik
um sögu og stjórnmál í anda
marxismans. Ég minnist enn
með ánægju kurteislegrar fram-
komu hans, þegar hann þakkaði
okkur fyrir á óaðfinnanlegri
frönsku. Mér geðjaðist vel að
honum og við ákváðum að vera
saman um kvöldið. Trotski kom
næst. Hann fylgdi um þessar
mundi hvorugu flokksbrotinu,
en var fyrir litlum hópi, sem
vildi koma á sættum. f hópi
þessara byltingarmanna var
hann athafnamaðurinn, sem
hafði fengið betri tækifæri til
forystu en nokkur hinna. Hann
hafði verið kosinn formaður
Sovéts verkamanna í Péturs-
borg, sem stjórnaði pólitíska
verkfallinu 1905, og neyddi keis-
arann til þess að samþykkja í
ofboði að fyrsta Duman yrði
kölluð saman. Ýmislegt hafði
drifið á daga hans síðan: hann
hafði verið sendur í æfilanga
útlegð til Síberíu, en hafði strax
komizt undan, og hér var hann
nú, frjáls maður, en útlagi. Trot-
ski var glæsimenni, fjörmikill
og íturvaxinn og öruggur í fram-
komu. Maður fann strax, að
hann var til foringja fallinn.
Hann talaði við okkur á reip-
rennandi þýzku. Ég man ekki,
hvað hann sagði, en hann bar
fram þakkir flokks síns af ein-
lægri alúð.
Á meðan þessu fór fram, var
Lenin á leiðinni að jámstigan-
um, sem lá upp á svalirnar, um-
kringdur vinahópi. Þeir hlógu
og gerðu að gamni sínu, og að
lokum ýttu þeir foringja sínum
upp stigann. Hvað vom þeir
að segja? „Félagi, þú verður
að gera það. Farðu upp og þakk-
aðu þessum borgaralega sérvitr-
ingi, sem hefur bjargað okkur
á síðustu stundu.“ Ef til vill
hefur það verið eitthvað á þessa
leið. Og Lenin kom til okkar.
Hann flutti ekki formlega þakk-
arræðu, eins og Plekhanov og
Trotski höfðu gert. Að eins fá-
ein þakkarorð á þýzku, í frek-
ar óblíðum tón. Og svo settist
hann við hliðina á Jósef Fels.
Skjal hafði verið samið, þar
sem flokkurinn viðurkenndi að