Úrval - 01.04.1948, Qupperneq 30
28
tJRVAL
skálina. Hann gerði ekki fleiri
tilraunir til að hella rottuna
fulla.
Svo fóru menn að segja
rottusögur, sem hefðu getað
fyllt heilt bókasafn: af rottum,
sem átu ungböm eða jörðuðu
félaga sína með viðhöfn, rott-
um, sem gengu eftir símaþráð-
um og átu spik — spik í kílóa-
tali. Þeir rifjuðu upp allt, sem
þeir vissu um pestarrottur,
síamskar tvíburarottur og aft-
urfótalausar rottur. En rottan
á Fulton var ólík öllum öðrum
rottum, það voru þeir allir
sammála um —. hún beit fólk
í höfuðið! Bjarni var kominn
á þá skoðun, að þetta væri alls
ekki rotta. En hvað var það
þá? Ja, það vissi hann ekki —
hafði nokkur heyrt talað um
kengúru? Bull og kjaftæði
sagði presturinn og hrökk í
kút af ótta. Kengúra er eins kon-
ar bjarndýr, sagði matsveinninn
— með langan hala. Bjarni fór
að velta því fyrir sér, hvort
þetta dýr gæti verið dverg-
kengúra.
Matsveinninn fullyrti, að það
væri kvenrotta, að því komin að
gjóta. Þá hélt Bjami því ákveð-
ið fram, að það væri að minnsta
kosti karlrotta.
Eftir að rottan fór að leggj-
ast á menn, sváfu allir óvært.
Sama dag var Bjami bitinn í
anna sinn, í þetta skipti í nefið.
Hann varð örvita af reiði og
þaut aftur á eins og hann stóð,
á skyrtunni. Lítið á þetta, skip-
stjóri! Á maður að láta rottur
og lýs éta sig upp til agna á
þessum bölvuðum koppi!
Skipstjórinn hóaði saman
skipshöfninni og hélt ræðu:
Eins og þið vitið, er rotta um
borð. Það er eitthvað skrítið
við hana. Hún bítur menn, og
nú liggur prest... hann Jó-
hannes Hansen, nú liggur Jó-
hannes veikur. Ég hef lofað
verðlaunum. Þau eru nógu mik-
il fyrir særðan prest. Ég veit,
að þið látið þetta ekki viðgang-
ast lengur. I f áum orðum: Rott-
an verður að vera dauð innan
sólarhrings.
Hann leit á stýrimanninn eins
og hann grunaði hann um að
hafa komið með kvikindið um
borð. Síðan flýtti hann sér nið-
ur káetustigann — og í sama
bili kom rottan æðandi á móti
honum upp stigann. Gullhestur-
inn bjóst til að sparka, en óðar
en varði var rottan á bak og
burt.
Skipstjórinn virti skipshöfn-