Úrval - 01.04.1948, Page 34
32
TJRVAL
fætuma, eins og hún ætlaði að
fljúga, en þar brást henni boga-
listin.
Það var hægur byr. Þeir lágu
fram á öldustokkinn og horfði
á rottuna, sem synti á eftir Ful-
ton. Hún ætlaði að elta þá.
Hún dróst aftur úr, enda þótt
hún synti af öllum mætti.
Það var komið að sólsetri og
skipshöfnin stóð þögul og horfði
á rottuna. Þeir hugsuðu hver á
sinn hátt og litu ekki hver á
annan.
Gullhesturinn var sá fyrsti,
sem sneri brott. Hann fór, áð-
ur en rottan var horfin . . . já,
þannig syndum við okkar stuttu
ævi, í áttin til strandar, sem
hverfur í hafið.
Hann var þeirrar skoðunar,
að rottunni myndi einhvemtíma
takast að komast um borð . . .
einhverntíma . . .
Bjarni gat ekki eygt rottuna
lengur. Hann leit með sóttgljá-
andi augum á skipstjórann, sem
las í þeim kröfu um tíu krón-
ur og eina brennivínsflösku.
En nú var stéttaskiptingin
komin á aftur. Skipstjórinr
sneri sér við og fór niður. —
Þér getið sagt Bjarna, sagði
hann seinna við stýrimanninr!,
að tíu krónum verði bætt við
kaup hans og að hann geti sótt
eina brennivínsflösku til yðar,
fyrsta laugardagskvöldið, sem
við verðum á Eskifirði.
Að vita svolítið minna og skilja svolítið meira— mikil blesson
væri það fyrir mannkynið.
— J. R. Ullman í „White Tower".