Úrval - 01.04.1948, Page 35
Kynslóðir 20. aldarinnar eru haldnar kynlegri
ástríðu til að varðveita þekkingu sina
tii hagsbóta fyrri framtíðina.
Þekking nútímans grafin í jörðu.
Grein úr „Parade“,
eftir Frank Hlingworth.
tf'
jT miðjum október síðastliðn-
J um gekk Sumgin prófessor,
meðlimur Sovét-akademísins,
frá síðasta hlutnum í hvelfing-
Unni, sem höggvin hafði verið
í frosna jörð Norður-Síberíu og
innsiglaði hurðina, sem letrað
var á: „þessa hur'ö má ekki
opna fyrr en árið 119Jf7“ —
eftir tíu þúsund ár.
Sumgin prófessor kallar þessa
hvelfingu sína „kælisafn, til þess
ætlað að fræða framtíðina um,
hvemig hún eigi að reisa við
menninguna, sem verið getur að
við leggjum í eyði“.
Kynslóðir tuttugustu aldar-
innar eru haldnar undarlegri
ástríðu til að varðveita þekk-
ingu sína til hagsbóta fyrir
framtíðina. Það eru rétt tíu ár
síðan vísindamenn sökktu
fyrstu ,,tímahvelfingunni“ í
grunnlóð heimssýningarinnar í
New York 1938, og reistu yfir
hana stein með áletruninni
>,opnist ekki fyrr en árið 6938“.
Næsta geyminum sökkti Jac-
obs prófessor við Oglethorpe
háskólann í Atlanta í Banda-
ríkjunum, árið 1940, og hefur
hann að geyma fjölskrúðugasta
safn, sem enn hefur verið sett
saman af þessu tagi. Hann er
55 rúmmetra að stærð og hefur
að geyma ganghæf smálíkön af
margskonar tækniundrum tutt-
ugustu aldarinnar: Járnbraut-
arlestir, flugvélar, bíla, hvers-
konar vélar, skriðdreka, skip,
prentvélar, vefstóla, brýr, skýja-
kljúfa og smærri hús, svo og
90 sm háar „gínur“, klæddar
öllum þeim fatnaðartegundum,
sem nú eru þekktar.
Hvelfingin er höggvin í gran-
ít, klædd innan með járnbentri
steinsteypu og með hurð úr ryð-
fríu stáli. Og safngripunum er
ekki síður ætlað að endast. Þeir
eru húðaðir með varnarefnum,
geymdir í glerflöskum, fylltum
við þrýsting með helíum, sem er
óeldfimt, og vafðar með asbest.
5