Úrval - 01.04.1948, Side 36
34
tJRVAL
Síðan er hver flaska sett í kassa
úr ryðfríu stáli, sem er bæði
loft- og vatnsþéttur.
Skráðar heimildir um nútím-
ann eru ristar á ræmur úr alú-
miníumblöndu og myndaðar á
meira en milljón feta langa
míkrófilmu. I meira en þúsund
vísindabókum er að finna þró-
unarsögu vísindanna. Síðustu
nýjungar í skurðlækningum,
tannlækningum og málmfræði
eru skýrðar með myndum, og
stjórnmálastefnur tuttugustu
aldarinnar eru skýrðar með
kvikmyndum og röddum frægra
stjórnmálamanna.
Slíkar heimildir geta reynzt
ómetanlegar, því að þekkingu
okkar á fornri menningu Egypta
eigum við að þakka fundi Rós-
ettasteinsins. Hann fannst við
borgina Rósetta við mynni Níl-
arfljótsins árið 1798. Það var
basaltklöpp, sem rist voru á
lagafyrirmæli á þrem tungumál-
um og reyndist eitt vera gríska;
annað var egypzka myndletrið
(hyeroglyfur), og með hjálp
grískunnar var hægt að þýða
egypzka myndletrið. Lagafyrir-
mæli þessi voru skráð um 200
f. Kr. á dögum Ptólemeusar Epi-
fanusar hins mikla. Eftir þetta
reyndist tiltölulega auðvelt að
lesa risturnar á gröfum Faraó-
anna.
Þeir, sem gerðu hvelfinguna.
1938, höfðu þetta í huga, þegar
þeir létu í hana nokkrar orða-
bækur, Faðirvorið á 300 tungu-
máliun og Ævintýrið urn vind-
inn og sólina á tuttugu tungu-
málum. Alls eru þar geymd 10
milljón orð á mikrófilmum. Þar
á meðal er hin mikla alfræðí-
bók Encyclopædia Britannica,
sem öll er á 40 feta langri og
þumlungsbreiðri filmu.
Til frekari heimilda handa
framtíðinni voru látin þarna
kvenhatur, reykjarpípa, nokkr-
ir skildingar, ein spil og golf-
kúla. Allt var þetta látið í sjö
feta langan koparsívalning, og
sökkt niður í fimmtíu feta djúpa
holu, sem fyllt var með stálbiki
og hella steypt yfir.
Þriðja geyminum var sökkt
árið 1939 djúpt í fjall nálægt
Tuscon í Arizona í Bandaríkjun-
um. Hann er einkum ætlaður
kvenþjóðinni, sem uppi verður
árið 2939. í honum eru sýnis-
horn af öllum beztu (og dýr-
ustu) ilmvötnum og fegrunar-
lyfjum, sem þekkt voru 1939.
Til öryggis var sett þar ofan á
þyngsta lok, sem véltækni nú-
tímans gat hreyft.