Úrval - 01.04.1948, Síða 37
ÞEKKING NÚTlMANS GRAFIN 1 JÖRÐU
35
En kvenþjóðin 2939 mun
finna fleira en fegrunarlyf, þeg-
ar hún opnar geyminn. Þar eru
líka aðvörunarbréf frá Thomas
Mann, dr. Robert Millikan og dr.
Albert Einstein.
I bréfi sínu segir Einstein:
Kynslóð vor á marga hugvits-
menn. Vér knýjum skip vor um
úthöfin með vélaorku. Vér höf-
um lært að fljúga og getum sent
skilaboð og fréttir um þvera og
endilanga jörðina með rafbylgj-
um. En framleiðsla og dreifing
vara er algerlega óskipulögð,
svo að allir lifa í ótta við tor-
tímingu af völdum hagsveiflna.
Ennfremur drepur fólkið í hin-
um ýmsu löndum hvert annað
með óreglulega millibili, svo að
allir, sem hugsa um framtíðina,
hljóta að lifa í ótta. Ég vona,
að framtíðin lesi þessi orð með
stolti og yfirburðum, sem eigi
fullan rétt á sér.“
Flestir munu taka undir þessa
von Einsteins. En getum við
ekki eins látið okkur detta í
hug, að þeir sem lesa þetta, verði
einhverjir hryllilegir vanskapn-
ingar, sem eiturgeislar kjarn-
orkunnar hafa svift öllum
mennskum svip?
oo <£'< c<o
Matrvendni.
Dodda litla, sex ára, var skilin eftir í vörzlu roskinnar, ógiftr-
ar nágrannakonu í einn dag. Um hádegið bar konan fyrir hana
te, brauð, kartöflusalat o. fl. Dodda sat þegjandi við borðið
og bragðaði ekki á matnum.
„Dodda," sagði konan, „þykir þér þetta ekki góður matur?“
„Nei."
„Hvað er mamma þín vön að gefa þér?"
„Spínat og soðin egg."
Konan fór fram í eldhús, og eftir mikla fjrrirhöfn kom hún
loks inn með spínat og soðin egg á diski. En Dodda hristi höfuð-
ið þegjandi.
„Konan varð undrandi og spurði: „Sagðirðu ekki, að mamma
þín væri vön að gefa þér spínat og egg?"
Dodda kinkaði kolli. „Jú, en ég borða það aldrei."
— Clinton Murray Coultas í „Magazine Digest."