Úrval - 01.04.1948, Side 38
Norskur blaðamaður lýsir „kvikmynda-
frelsinu" í ýmsum löndum.
Kvikmyndaeftirlitið í ýmsum löndum.
Grein úr „Verden IDAG“,
eftir Alf Bie Christiansen.
TZ" VIKMYND ASKOÐUN
(Filmcensur) er að heita
má í öllum löndum, og reglurn-
ar, sem skoðunarnefndunum eru
settar, eru víðast hvar svipað-
ar — á pappírnum. En túlkun
þeirra er mjög breytileg í hin-
um ýmsu löndum. Algild regla
er að banna myndir, sem tald-
ar eru særa velsæmistilfinning-
una, og einnig að banna börnum
myndir, sem talið er að haft
geti skaðleg áhrif á þau. En
þegar kemur til að túlka þess-
ar reglur og aðrar, sem snerta
kvikmyndaskoðtmina, þá verð-
ur margt skrítið uppi á teningn-
mn, enda oft og tíðum annarleg
sjónarmið, sem koma til greina.
Við skulum nú bregða okkur í
langferð og athuga, hvernig
kvikmyndaskoðuninni hefur ver-
ið beitt í ýmsum löndum.
Á árunum eftir 1920 voru flest
lönd vandlega lokuð fyrir hin-
um þöglu byltingarmyndum frá
Rússlandi. Hin fræga mynd Eis-
ensteins Potemkin var t.d. bönn-
uð bæði í Noregi og Sviþjóð ár-
ið 1926, enda þótt erfitt sé að
sjá, að hún brjóti í bág við skoð-
unarreglurnar.
Þau lönd, sem hlutlaus voru
í síðustu styrjöld, höfðu nánar
gætur á myndum, sem spillt
gætu sambúðinni við annan-
hvorn stríðsaðila. Sænska kvik-
myndaskoðunin, sem annars er
talin frjálslynd, bannaði m. a.
brezku myndina Pimpernel
Smith, amerísku myndina Mán-
inn lí’ður og rússnesku myndina
Félagi P. Bannið var ekki upp-
hafið fyrr en undir stríðslokin.
Hinsvegar kom bók Steinbecks
Máninn liður, út í Svíþjóð, og
sýnir það, að kvikmyndir eru
taldar áhrifameiri áróðurstæki
en bækur.
Fjórar myndir munu hafa ver-
ið bannaðar víðar en flestar aðr-
ar myndir. Þær eru amerísku
myndirnar Blockade, Játning-
ar nazistanjósnara, tékkneska