Úrval - 01.04.1948, Side 42
40
tJRVAL
um. í Hays-lögunum stendur:
„Kynferðisleg heilsuvernd og
kynsjúdómar er ekki efni í
kvikmyndir.“
Á einu sviði eru Hayes-lögin
mjög ótvíræð: „Miscegenation
(kynblöndun hvítra manna og
svartra) er bönnuð."
Þegar kvikmynd fjallar um
trúarlegt efni eða sýnir þjóna
kirkjunnar, er margs að gæta
fyrir kvikmyndaframleiðend-
urna, ef þeir vilja, að myndin
fáist sýnd í sem flestum lönd-
um. í Hollywood-myndum verð-
ur alltaf að sýna presta og
kirkju í hagstæðu ljósi, en guð-
leysingjar verða að vera ógeð-
felldir menn. Englendingar eru
mjög á verði gegn því, að sýnd
sé ill meðferð á dýrum.
Fátt sýnir eins vel og kvik-
myndaskoðunin í nýlendum stór-
veldanna víða um heim, að millj-
ónum svertingja, Indónesíu-
manna og annarra nýlenduþjóða
er enn neitað um frumstæðustu
mannréttindi. I Hollenzku Aust-
ur-Indíum var klippt úr MGM-
myndinni Valsinn mikli eftir-
farandi „hróp fjöldans“: „Við
heimtum prentfrelsi! Niður með
harðstjómina! Fáið stúdentun-
um vopn!“ Og árið 1946 var
Félagi P. bönnuð á Jövu, því að
„hinir innfæddu“ myndu vafa-
laust líkja úkraínsku skærulið-
unum í myndinni saman við sína
eigin skæruliða, sem börðusí
gegn Hollendingum.
I Egyptalandi var frönsk
mynd bönnuð árið 1938, „af því
að hún sýndi frönsku bylting-
una“. En hvergi er kvikmynds-
skoðunin jafn óútreiknanleg og
í Sambandsríki Suður-Afríku.
Árið 1937 voru skoðaðar þax
1520 myndir. Af þeim voru 1415
samþykktar athugasemdalaust.
Úr 73 var klippt meira og minna,
en 32 voru bannaðar.
32 myndir af 1520 er í sjálf.t
sér ekki mikið. En kvikmynda-
félögin vita af sárri reynslu, hve
kvikmyndaskoðun þar er við-
kvæm fyrir öllu því, sem snert-
ir kynþáttamálin, og senda því
ekki þangað myndir, sem ætla
má að verði bannaðar.
Kvikmyndahússeigendur í
Suður-Afríku verða að greina
á milli sjö ólíkra flokka. I fyrsta
flokki eru myndir „leyfðar fyr-
ir alla“. I öðrum flokki „aðeins
fyrri Evrópumenn". I þeirn
þriðja „leyfðar fyrir hvíta menr.
og gula“, þ. e. ekki fyrir negra.
I fjórða flokki „fyrir eldri er
tólf ára“. I fimmta flokki ent
myndir „lejrfðar Evrópumönn-