Úrval - 01.04.1948, Page 52
50
ÚRVAL
mætri sektartilfinningu. Full-
orðið fólk gleymir því oft, að í
heimi barnsins hefur „óskin“
raunverulegt gildi og er gædd
töframætti. Ef til vill hefur
barnið óskað þess, að faðir þess
eða bróðir væru dánir — og
dauðsfallið hefur í raun og veru
átt sér stað. Barnið finnur til
sektar og óttast, að fólk líti á
það sem morðingja.
Einungis eftir ímynduð morð,
1 leik — og endurlífganir —
hverfur sektartilfinningin og
barnið fær aftur góða samvizku.
Því verður sem sé ljóst, að þótt
það verði stundum öðrum til
tjóns, vill það „bæta fyrir“ brot-
ið í næstu andrá.
Flestar af árásarhvötum
barnsins, eins og t. d. kom fram,
þegar drengurinn barði brúðuna
í stað föður síns, eru vottur eðli-
legs þroska. Þetta er aðferð
barnsins til þess að samlaga
frumstæðar hvatir sínar hinu
svokallaða menningarþjóðfélagi.
Þegar hæfileg andúð í garð
foreldranna — einkum föðurins
— kemur ekki í ljós, er senni-
lega hætta á ferðum.
Þetta er skoðun George R.
Baeh, prófessors í sálarfræði
við Kent State-háskólann í Ohio,
eftir að hann hafði beitt brúðu-
leiksaðferðinni við hóp vand-
ræðabama. Öll voru þessi böm
talin efni í afbrotamenn; og
samkvæmt kenningunni, átti hin
slæma hegðun þeirra að sýna
dulda þrá til þess að hefna sín
á foreldrunum.
Bach prófessor bjóst því við,
að börnin myndu taka rækilega
í lurginn á föður-brúðunni. En
þau létu hana nærri afskipta-
lausa. Faðirinn var ýmist skilinn
eftir fyrir utan brúðuhúsið eða
látinn sofa í rúminu, þegar hitt
„heimilisfólkið" var að leik eða
störfum.
Sjaldan létu vandræðabörnin
„föðurinn" refsa hinum brúðun-
um. Á heimili vandræðabarn-
anna var faðirinn núll.
Með leik sínum, segir sálfræð-
ingurinn, sýndu þessi börn, að
þau voru ekki í neinum tilfinn-
ingatengslum við föður sinn og
ósnortin af yfirráðum hans.
Faðirinn kann að hafa ímynd-
að sér, að hann hafi verið svo
önnum kafinn við að vinna fyrir
heimilinu, að hann hafi ekki haft
tíma til að skipta sér af börn-
unum. En með því að vanrækja
þannig heimilislífið, svipti hann
börn sín því, sem var miklu dýr-
mætara en fjárhagslegt öryggi