Úrval - 01.04.1948, Qupperneq 58
Getum við von bráðar ráðið því sjálf,
bvort bamið okkar verður —
Drengur eða stúlka?
Grein úr „Science Digest“,
eftir J. D. Ratcliff.
T ÖNGUN MANNA til að ráða
kynferði barna sinna er jafn-
gömul mannkyninu. Konungar
vildu eignast syni, sem gætu
tekið við konungstign að þeim
látnum; aðalsmenn vildu við-
halda nafni ættarinnar, en það
erfðist aðeins gegnum karllegg;
bændur þurftu syni til að erja
með sér jörðina; konur vildu
eignast dætur, sem gætu orðið
þeim að liði við heimilisstörfin.
í gömlum lækningabókum er
getið um meira en fimm hundr-
uð aðferðir til að ákveða kyn-
ferði barnsins — en auðvitað eru
það allt kerlingabækur. Lítum á
nokkrar þeirra: Forfeður okk-
ar héldu, að barn sem getið var
rétt áður en tungl varð fullt,
yrði sonur; einnig þau, sem get-
in voru í köldum vindi. Örugg-
asta ráðið til að eignast son var
því að sjá svo um, að getnaður-
inn færi fram þegar kaldur vind-
ur blés rétt fyrir fullt tungl.
Eskimóar og aðrar frumstæðar
þjóðir iðka sérstaka dansa til
þess að hafa áhrif á kynferði
barnsins.
Frakkar, sem hafa hugsað
meira um þetta atriði en nokk-
ur önnur þjóð, eiga margar
skemmtilegar kenningar. Dreng-
ir, segja þeir, eru getnir fyrir
miðnætti, stúlkur eftir miðnætti.
Konur, sem eru ástríðufyllri en
eiginmenn þeirra, eiga oftar
drengi, en ástríðufullir karl-
menn eiga oftar stúlkubörn.
Margar aðferðir voru byggð-
ar á falskvísindalegum kenning-
um. Ein kenningin var sú, að
hægri eggjastokkur konunnar
fæddi sveinbörn, en sá vinstri
meybörn — en ekki gat hún gef-
ið skýringu á því, hvers vegna
konur, sem höfðu aðeins einn
eggjastokk, áttu bæði drengi og
stúlkur. Önnur var sú, að svein-
börn væru getin í öðrum hvorum
mánuði og meybörn í hinum, og
þótt ótrúlegt sé, virðist svo sem
sumir trúi þessu enn.