Úrval - 01.04.1948, Síða 59
DRENGUR EÐA STÚLKA?
57
Um aldamótin aflaði amerísk-
nr læknir sér mikillar aðsóknar
með því að segja fyrir um kyn-
ferði barna út frá „næringar-
efnalegum" rannsóknum á blóði
foreldranna. Ef konan var „blóð-
ríkari", myndi hún eignast
stúlku. En sá góði læknir vildi
aldrei segja í hverju þessar
„næringarefnalegu" rannsóknir
væru fólgnar. Um svipað leyti
var það mjög algeng trú, að ný-
getið fóstur hefði ekkert kyn-
ferði, og að utanaðkomandi
áhrif réðu því hvert kynferðið
yrði.
1 samræmi við þetta var kon-
um, sem vildu eignast dætur,
ráðlagt að borða sætindi. Kjöt-
át leiddi til þess að barnið yrði
drengur. Einnig var talið, að
konur, sem lifðu í munaði og
óhófi, ættu frekar meybörn; en
konur, sem ynnu mikið, svein-
böm.
Erfðavísindi nútímans hafa
kollvarpað öllum þessum kenn-
ingum. Kannsóknir á litningum
(kromosom) hafa sannað, svo að
ekki verður um efast, að kyn-
ferði barnsins er ákveðið um leið
og það er getið — þegar frjó
karlmannsms borar sig inn í egg
konunnar og frjóvgar það.
Ennfremur sönnuðu erfða-
fræðingar, að það er eingöngu
karlmaðurinn, sem ræður kyn-
ferði barnsins, þó að konunni
hafi frá fyrstu tíð verið kennt
um, ef bamið var ekki af því
kyni, sem faðirinn óskaði.
Áður en lengra er haldið, er
rétt að gera nokkra grein fyrir,
hvað það er, sem við köllum litn-
inga. í hverri líkamsfrumu er
ákveðinn f jöldi litninga — litað-
ir þræðir, sem bera í sér alla
erfðaeiginleika einstaklingsins.
Fjöldi litninganna er breytileg-
ur hjá hinum ýmsu jurta- og
dýrategundum. Hjá manninum
eru þeir t. d. 48. Þegar frumun-
um f jölgar við skiptingu, f jölg-
ar litningunum um helming og
fer sinn helmingurinn til hvors
frumuhluta. Verða þannig allt-
af jafnmargir litningar í hverri
líkamsfrumu. Kynfrumurnar
(eggið í konunni og frjóið í karl-
manninum) eru þó frábrugðnar
öðmm líkamsfrumum í því, að
þær hafa helmingi færri litninga.
Þegar eggið og frjóið samein-
ast, verður litningafjöldi hins
nýja einstaklings 48 eins og hjá
foreldrunum.
I eggi konunnar eru svonefnd-
ir X-litningar eða kvenkynslitn-
ingar, en í frjói karlmannsins
eru ýmist X eða Y-litningar
8