Úrval - 01.04.1948, Blaðsíða 68
66
tJRVAL
fjarlægðir þær, sem stærstu
sjónaukar heimsins hafa getað
kannað. En ekki mun f jarri lagi
að ætla, að heildartala þeirra
sé 300.000.000.000.000.000.000.-
000.000.000.000.000.000.000.000-
000.000.000.000.000.000.000.000-
000.000.
Þessa tölu má skammstafa
þannig: 3.1074.
Smáleturstalan til hægri
handar við 10 þýðir, að svo mörg
núll verði að skrifa, eða m. ö.
o. að 3 verði að margfaldast með
10 sjötíu og fjórum sinnum.
Hæsta talan, sem nefnd hefur
verði í rituðu máli, kemur fram
í sambandi við hina frægu
,,þraut prentuðu línunnar". Setj-
um svo, að við smíðuðum prent-
vél, sem prentaði eina línuna á
fætur annari, og væri þannig
gerð, að hún prentaði sjálfkrafa
nýjar samsetningar stafrófsins
og annara rittákna.
Slík vél væri gerð úr mörgum
aðskildum, kringlóttum skífum,
og væru bókstafirnir og rittákn-
in mótuð á rendur þeirra. Skíf-
urnar væru í sambandi hver við
aðra eins og í kílómetramæii
í bifreið, þannig, að þegar ein
skífan hefði snúizt í hring,
hreyfði hún aðra úr stað. Það
eru ekki mikil vandkvæði á að
smíða slíka prentvél.
Við skulum virða fyrir okkur
slíka vél, þegar hún er í noik-
un, og athuga hinar óendanlega
mörgu prentuðu línur, sem hún
skilar frá sér, sem allar eru hver
annari frábrugðnar. Flestar lín-
urnar eru tóm vitleysa. Þær eru
eins og þessar:
, ,aaaaaaaaaa.
eða
„booboobooboobooboo. . .“
eða
„zawkpropkossscilm. . .“
En þar sem vélin prentar all-
ar mögulegar samsetningar bók-
stafanna og rittáknanna, þá rek-
um við okkur á skynsamlegar
setningar innan um alla vitleys-
una. Það eru auðvitað f jölmarg-
ar ,,dellu“-setningar líka, eins og
t. d.:
„Hesturinn hefur sex fætur
og . . .“,
eða
„Mér þykir góð epli, sem soð-
in eru í terpentínu . . .“
En ef við leitum vel, þá mun-
um við finna hverja einustu
setningu, sem Shakespeare hef-
ur skrifað, jafnvel þær, sem voru
skrifaðar á blöðin, sem hann
henti í pappírskörfuna.
Slík prentvél myndi nefnilega