Úrval - 01.04.1948, Blaðsíða 72
70
ÚRVAL
á hvern ekinn km í rekstri, fer
40 km á klukkustund og notar
ekki benzín eða olíu. Hann kost-
aði verkfræðinginn £25 (um 650
krónur), en það er verð, sem
ekki vekur undrun í leikfanga-
búð nú á dögum, enda er bíllinn
satt að segja ekki ólíkur því, að
hann sé keyptur í leikfangabúð.
Hann er á að gizka hnéhár, er
mjór og straumlínulagaður, og
byggður úr gljáandi alúmín-
þynnum. Það eru fjögur lítil
rauð hjól á honum, með hjól-
börðum úr gúmmíi, 16 sinnum
4 þuml., og hann gengur fyrir
rafmagni.
Ég gat ekki fengið að aka í
honum, því að hann er ekki
nema fyrir einn mann, og er að-
eins tryggður fyrir einn öku-
mann, en Smee ók honum fram
og aftur um aðalgötuna í mik-
illi umferð, til þess að sýna mér,
hvernig hann léti að stjórn, og
hann stóð sig vissulega vel.
Hann ók framhjá mér á um 30
km hraða, nam snögglega stað-
ar fyrir framan vörubíl, sem
hann hefði hæglega getað horfið
undir, og var fljótur að auka
ferðina, þegar hann vék aftur
úr vegi. Hann getur farið upp
allar venjulegar brekkur, og
rafhlöðurnar tvær, 6 volt hvor,
sem hann gengur fyrir, endast
til 80 km aksturs. Það er mjög
auðvelt að aka honum. Vinstra
megin á mæliborðinu er hnapp-
ur. Ef ýtt er á hann, fer bíllinn
af stað; þegar hann er kominn
á um það bil hálfa ferð, á að
stíga á stigfjöl, svipaða og
benzíngjafa í venjulegum bíl. Þá
fær hann fulla orku. Ef þrýst
er á hnappinn aftur, er mótor-
inn tekinn úr sarnbandi. Mjög
öflugir handhemlar eru á bíln-
um, og enn einn hnappur til þess
að setja bílinn í afturábakskipt-
ingu, og fleiri stjórntæki eru
ekki — engin skiptistöng, eng-
in „kúpling", engir fóthemlar.
Þannig hefur hugvitssömum
verkfræðingi tekizt að fara í
kringum benzínskömmtunina —
en því miður eru litlar líkur til,
að við hin njótum góðs af, því
að Kenneth Smee ætlar ekki að
framleiða svona bíla til að selja.
— Rene Cutford í „The Listener".