Úrval - 01.04.1948, Síða 76
Enskur rafraa.g'nsverkfræðingur segir frá
tiiraunum, sem hann hefur gert, til
að hita upp hús með árvatni.
Hús hituð upp með köldu vatni.
Grein úr „Vár Tid“,
eftir John A. Summer.
T Norwich á Englandi, Ziirich
í Sviss og Indiana í Banda-
ríkjunum eru hús upphituð með
köldu vatni, án þess að nota
nokkurn eldivið. I Norwich og
Ziirich er hitagjafinn vatn úr ám
\ið húsin, en í Bandaríkjunum
er hitinn sóttur í jörðina. Hvern-
ig er hægt að hita upp hús með
köldu árvatni, og hvernig vinn-
ur hin svonefnda hitadæla?
Með fáum orðum má segja,
að hitadælan tekur hita úr á
eða stöðuvatni eða loftinu, og
þjappar þessum hita saman
þangað til hann nær nógu háu
hitastigi til að hita vatnið í mið-
stöðvarkerfi hússins.
Það er athyglisvert, þó að það
kunni að virðast öfugmæli, að
hitadælan er í raun og veru
kælitæki, sem notað er til að
framleiða hita í stað þess að
venjulega eru kælitæki notuð til
kælingar eða frystingar.
En hvað skeður raunverulega,
þegar við látum smjör í kæli-
skápinn og smjörið breytist úr
hálffljótandi í hart smjör? Kæli-
skápurinn tekur frá því hita.
Ef við rannsökum kæliskápinn
nánar, munum við komast að
bóndinn á heimilinu, en sann-
leikurinn er sá, að það er hæn-
an, sem ræður makavalinu.
Stundum verður hún að taka
alvarlega í lurginn á honum, áð-
ur en hann lætur sannfærast.
Hið sama gera níu aðrar hæn-
ur, því að fjölskyldan er tíu
hænur og einn hani.
Á tilskyldum tíma verpir
hænan 20 eggjum. En hún læt-
ur afskiptalaust, þó að þau séu
öll tekin frá henni og sett í út-
ungunarvél. Sennilega telur hún
það miklu hagkvæmara heldur
en að strita við að unga þeim
út sjálf.