Úrval - 01.04.1948, Síða 79
HÚS HITUÐ UPP MEÐ KÖLDU VATNI
77
I Ziirich er ráðhúsið og önn-
ur hús í miðbænum hituð upp
með vatni frá ánni Limmat.
Rekstrarútgjöld þessarar hita-
veitu fvrir eitt ár, voru nýlega
birt. Þó að tilraunin sætti harðri
gagnrýni, þegar byrjað var á
henni, árið 1940, hefur árang-
urinn farið fram úr djörfustu
vonum. Hitaorkan, sem húsin
fengu, reyndist 4,6 sinnum meiri
en sú orka, sem þurfti til að
knýja þrýstinn og dælukerfið.
Aðstæðurnar í Sviss eru mjög
ólíkar því, sem gerist á Eng-
landi. Nálega öll raforka þar
er framieidd með vatnsvirkjun,
en á Englandi nálega eingöngu
með kolum. Nú er það svo um
gufutúrbínu, sem knúð er með
kolum, að 70—80% af hitaorku
kolanna fer til spillis, mest með
kælivatninu, sem á að þétta guf-
una og leitt er út í næstu á. Ef
rafmagn frá gufutúrbínu er not-
að til upphitunar á vatni, sem
aftur er notað til upphitunar á
húsum, nýtist því ekki nema um
25% af hinni upprunalegu hita-
orku kolanna. En ef þetta raf-
magn væri notað til að knýja
rafmagnsmótor í sambandi við
hitadælu, myndi fyrir hverja
rafmagnseiningu (sem er 25%
af hverri hitaeiningu úr kolun-
um) fást þrjár til fjórar hita-
einingar að auki úr árvatninu,
án nokkurs aukakostnaðar. Með
öðrum orðum: þau 70—80%,
sem tapast af hitaorku kolanna,
vinnast upp og meira til, nýting
kolaorkunnar verður 100—
125%.
•k ★ k
Langur aíhendingarfrestur.
Ung eiginkona var nýbúin að segja vinkonu sinni, að hún ætti
von á bami. „Okkur Tom langaði til að eignast bil,“ sagði hún,
„og okkur langaði til að eignast bam. En við höfum ekki efni
á hvorutveggja."
„Og þið völduð barnið," sagði vinkonan, „það var rétt af
ykkur.“
„Já,“ sagði hin verðandi móðir. „Það er svo langur afhend-
ingarfrestur á bílum, miklu meira en níu mánuðir."
— The Saturday Evening Post.