Úrval - 01.04.1948, Qupperneq 81
„ÉG KENNX DÓTTUR MINNI AÐ LIFA EINNI"
79
með okkur fram á fullorðinsárin
hinn dýrmæta arf bernskunnar
— að geta séð heiminn ferskum
augum.
Bækur eru ómissandi þeim,
sem lifa vill einn. Þegar andúð
og kuldi setjast að okkur, get-
um við flúið á þeirra náðir og
fundið vináttu og yl. Með þeirra
hjálp getum við fengið Dickens
sem nágranna, Mark Twain sem
vin, er alltaf eru reiðubúnir að
stytta okkur stundir. Lestur
veitir okkur aðgang að mikil-
mennum heimsins á öllum svið-
um. Og þau munu aldrei bregð-
ast okkur.
Og það eru til aðrir dýrmætir
fjársjóðir, sem njóta má einn:
tónlist, höggmyndalist, málara-
Iist og vísindi, svo að enginn
þarf að lifa í þröngsýni og and-
legri fátækt, nema hann kjósi
það sjálfur.
Það var þetta, sem vinkona
mín átti við, þegar hún sagði,
að hún væri að kenna dóttur
sinni að lifa einni. Hún vildi gefa
henni gjöf, sem samkvæmt eðli
sínu yrði dýrmætari, er fram
liðu stundir. En hún hafði einnig
í huga annað, sem á jafnt við
um okkur öll.
Við erum öll í vissum skiln-
ingi fangar innan veggja okk-
ar eigin höfuðkúpu. Við reyn-
um að brjótast út með tilstilli
ástar, samúðar og skilnings;
með því að tala við aðra, létta á
hjarta okkar og hlusta á aðra
létta á hjarta sínu. Samt losn-
um við aldrei alveg úr þessu
fangelsi. Það er því skynsam-
Iegt að búa sig undir lífið í þessu
fangelsi.
Og það er ekki einungis svo,
að við lifum í þessum skilningi
ein. Við getum heldur ekki kom-
izt hjá veikindum, líkamlegri
hrörnun, missi ástvina eða f jár-
hagskröggum. Hvar getum við
leitað hælis ? Hvernig getum við
komist hjá að verða vinum okk-
ar og fjölskyldu til byrði? Við
getum fundið hæli og uppbót í
auðlegð okkar eigin hugar.
Að því er konuna snertir,
verður hún að vera viðbúin því
tímabili í lífi sínu, þegar hún
getur ekki lengur treyst líkam-
legum yndisþokka sínum sem
grundvelli samlífs síns við eigin-
manninn eða vináttu annarra
og félagsskapar við börnin. Ef
hún er ekki viðbúin, getur svo
farið, þegar hún nálgast fimm-
tugt, að á hana sæki leiðindi
og tómleiki. En hin furðulega
mótsögn er, að ef hún hefur búið
sig undir að lifa ein, mun hún