Úrval - 01.04.1948, Side 83
Er ekki kominn tími til
að gerS verði —
Breyting á tímatalinu?
Grein úr ,,Le Figaro Littéraire",
eftir Pierre Lépine.
A LLIR vita, að tiltekinn mán-
aðardagur er á mismunandi
vikudögum frá ári til árs, og
að kirkjuhátíðirnar færast til.
Mesta furðu vekur, að við skul-
um ekki furða okkur meira á
þessu. Tímatalinu svipar til þess,
að meterinn væri eitt árið látinn
vera 99 sentimetrar og næsta
ár 101. Það væri vissulega ákjós-
anlegt, ef við gætum fundið
kerfi, sem ekki væri svona
breytilegt.
Almanak okkar, sem notað er
að heita má um allan heim, er
undarlegt sambland af siðleyfð
(Tradition) frá Babíloníumönn-
um, sem við höfum fengið frá
sextuga- og tylftarskiptinguna,
frá Grikkjum, sem gáfu okkur
vikudagana og Rómverjum, sem
gáfu okkur mánuðina.
Önnur almanök, sem eru ó-
háð hinu grísk-latneska kerfi —
eins og t. d. almanök Egypta og
Kínverja — eru ekki ólík okkar
almanaki, og er það ekki tilvilj-
un, því að gangur himintungi-
anna ræður meginatriðum tíma-
talsins.
Það er augljóst mál, að tíma-
talið stjórnast fyrst og fremst
af hinni náttúrlegu skiptingu
dags og nætur. Þetta er sameig-
inlegt einkenni á öllum alman-
ökum og byggist á einum snún-
ing jarðarinnar um möndul sinn.
Skipting sólarhringsins í 24
tíma var gerð af tilviljun.
Árstíðaskiptin hafa leitt til
tímatalsskipta: stjarnfræðilegt
ár er sá tími, sem jörðin er að
fara braut sína kring um sólina
einu sinni. Ef ekki væru árs-
tíðaskiptin, sem stafa bæði af
sporöskjulögun jarðbrautarinn-
ar og hallahorni jarðarmönduls-
ins, hefði mátt skipta árinu
hvernig sem var, og þá einna
helzt eftir tugakerfinu.
En nú vill svo óheppilega til,
að snúningsfjöldi jarðarinnar
um möndul sinn stendur ekki á
heilli tölu, miðað við eina ferð'