Úrval - 01.04.1948, Síða 85
BREYTING A TÍMATALINU?
83
ársins 365,2425 dagar, og er
skekkjan þá ekki meiri en svo,
að hún nemur 1 degi á röskum
3000 árum.
En það eru ýmsar aðrar breyt-
ingar tímabærar á almanaki
okkar, og hví skyldum við ekki
mega breyta tímatalinu, eins og
Gregoríus og Cæsar gerðu á sín-
um tíma? Þær breytingar, sem
mest eru aðkallandi, eru að fast-
setja kirkjuhátíðirnar, og að
koma á meira samræmi milli
mánaðanna.
Festing kirkjuhátíðanna er
fyrst og fremst kirkjulegt at-
riði, en hún rekst ekki á nein-
ar kennisetningar. Páskadegin-
um var valinn staður á kirkju-
þinginu í Nicæa árið 325, og
var hann bundinn við tungl-
komu.
Sem svar við fyrirspurn frá
Þjóðabandalaginu, lýsti páfi
því yfir, að engar trúfræðilegar
hindranir væru því til fyrir-
stöðu, að páskadeginum yrði
valinn fastur mánaðardagur, ef
kirkjuþing samþykkti daginn.
Samræming milli mánaða hef-
ur augljósa kosti í för með sér.
Hún mundi auðvelda mikið út-
reikning á greiðsludögum, reglu-
bundnum samkomudögum, hag-
fræðilega útreikninga á fram-
leiðslu o. s. frv., í stað þess að
nú eru sömu mánaðardagar á
mismunandi vikudögum, og
f jöldi vinnudaga breytist um allt
að 13% frá einum mánuði til
annars.
En ef svona breyting á að ná
samþykki alls staðar (annars
kæmi hún auðvitað ekki til
mála), verður hún að vera ein-
föld og má ekki breyta alda-
gömlum lífsvenjum eða rjúfa
öll tengsl við tímatal fortíðar-
innar.
Byltingartímabilið*) haf ði
marga kosti, og það voru
skáldleg tilþrif í nöfnunum, sem
Fabre d’Eglantine valdi því. En
samt náði það ekki að festa ræt-
ur á sama hátt og metrakerfið,
vegna þeirra gjörbreytinga, sem
það hafði í för með sér.
*) Kennt við frönsku byltinguna
og var lögleitt í Frakklandi 6. okt.
1793. Það taldi tímann frá stofnun
franska lýðveldisins 22. sept. 1792.
Árinu var skipt í 12 mánuði, í hverj-
um mánuði voru 3 vikur, í hverri viku
10 dagar, í hverjum degi 10 tímar
og í hverjum tíma 100 mínútur. Dag-
urinn byrjaði um miðnætti. 1 árslok
var bætt við 5 innskotsdögum og 6
á hlaupári, til þess að samræma al-
manaksárið sólárinu. Þetta tímatai
var numið úr gildi 1. jan. 1806. —
Þýð.