Úrval - 01.04.1948, Qupperneq 93
ANNA OG SÍAMSKONUNGUR
91
ur gert meira fyrir land sitt en
allir fyrirrennarar hans. Við,
sem höfum þekkt hann lengi,
dáumst að honum. Konungurinn
er ekki einvaldur nema að nafn-
inu til. Hann er mikill framfara-
maður, en hann verður að berj-
ast við baktjaldamakk og tor-
tryggni aðalsins og afskipta-
leysi þjóðarinnar, sem óskar
ekki neinna breytinga. Hann er
foringi Síamsflokksins, og með
honum er bróðir hans, sem er
varakonungur, Kralahome og
Wongsa prins, sem þér munuð
hitta bráðlega ...“
,,Ég hef hitt hann,“ sagði
Anna.
,,Er það? Ágætt. Og svo eru
líka nokkrir aðrir. En mestur
hluti aðalsins óttast verzlunar-
samband við Evrópu, og það er
mjög skiljanlegt. Aðallinn er
smeykur við nýlenduáform
Englendinga og Frakka og fylg-
ir því innilokunarstefnu. Þann-
ig skulu þér líta á konunginn —
hann er með annan fótinn í for-
tíðinni, í lénsskipulagi miðald-
anna og hinn í vísinda- og menn-
ingarheimi nútímans. Hann er í
raun og veru ekki einn maður
heldur tveir. Og það er ekki gott
að spá, hvort hann verður aust-
urlenzkur harðstjóri eða lærður
vísindamaður, þegar á hólminn
kemur. Hann er eitt í dag og
annað á morgun. En hann er
gáfaður maður. Hann getur ver-
ið ákaflega grimmur, en einnig
ákaflega blíður.“
,,I raun réttri,“ sagði trúboð-
inn, „átti hann að taka við
stjórnartaumunum, þegar faðir
hans dó árið 1824, en eldri hálf-
bróðir hans, sem hafði þá mikil
völd, svældi krúnuna undir sig
með því að lofa Mongkut prinsi
völdum, þegar hann yrði mynd-
ugur. En Mongkut sá, hvert
stefndi, og að líf hans var jafn-
vel ekki öruggt. Hann yfirgaf
því konu sína og tvö böm sín og
gerðist prestur. Hann var að
eðlisfari hneigður til mennta.
Hann varð þekktur fræðimaður
í pali og sanskrit, engu síður
en í móðurmáli sínu. Hann varð
að lokum æðstiprestur, og kom
oft í heimsókn til trúboðanna,
til þess að fræðast eða fá lánað-
ar bækur. Hann var fyrsti Síam-
búinn, sem kom upp prent-
smiðju, og hann breytti stafa-
gerð palimálsins á þann veg, að
það varð miklu einfaldara. Og
auk þess var hann frumkvöðull
að miklum umbótum í trúarsið-
um Buddhatrúarmanna. Og nú,
þegar hann er orðin konungur,