Úrval - 01.04.1948, Page 94

Úrval - 01.04.1948, Page 94
92 ÚRVAL hefur hann prentvélina hjá sér í höllinni. Hann beitir enskunni dásamlega, ekki málfræðilega rétt, en af miklum þrótti, og hann verður aldrei orðlaus. Við skulum lofa yður að sjá sýnis- horn af rithætti hans, þegar þér komið að heimsækja okkur.“ Kjarkur Önnu óx við komu trúboðshjónanna. För hennar til Síam hafði ekki einvörðungu verið farin í atvinnuleit. Henni fannst það vera forlög sín. Bar- áttan fyrir afnámi þrælahalds- ins í Bandaríkjunum hafði hrif- ið hana. Ef til vill gat kennslu- starf hennar í kvennabúrinu orðið þess valdandi, að nemend- unum yrði ljós helgi mannssál- arinnar og fengju óbeit á því skipulagi, sem leyfði einni manneskju að ráða lífi og lim- um annarra. Ef ungi prinsinn átti að verða nemandi hennar, vonaði hún, að hún gæti haft einhver áhrif á hann. Meðan Anna beið eftir áheyrn konungs, fór hún að kynna sér mál landsbúa og umhverfið. Konurnar í kvennabúri Krala- homes gerðu dag hvern innrás í íbúð hennar og fóru ósjaldan á brott, án þess að taka eitt- hvert smáræði með sér, sem þær ýmist snýktu eða hnupluðu. Kennslukonunni leizt ekki illa á þær. Enda þótt þær væru með klippt hár og svartar tennur (af betelhnetuáti), voru margar þeirra fríðar. Önnu gekk afar illa að út- skýra fyrir þeim orsök komu sinnar til Síam. Auk síamskra stúlkna af góðum ættum, voru ungar kínverskar og indversk- ar stúlkur keyptar á ári hverju í kvennabúr konungsins. Það var líka vitað, að sótzt var eftir „fallegri, enskri stúlku af góðu foreldri.“ Þeim gat ómögulega skilizt, að Anna ætti að kenna börnum konungsins, en ekki að fara í kvennabúrið. Æðsta frúin var kona um fertugsaldur og allvel gefin. Hún bauð Önnu stundum til sín í íbúð sína í höllinni. Innan endamarka hallarinnar bjuggu yfir þúsund manns, sem töldust til hirðarinnar, en auk þess voru nokkur hundruð ambáttir. Æðsta frúin réði yfir öllum þessum fjölda. Eftir því sem frá leið, dáðist Anna æ meira að henni. Hún var mild í framkomu, en bráð- dugleg, og rekstur hins geysi- stóra heimilis gekk ágætlega. Anna varð einkum hrifin af góð- vild hennar í garð ungu stúlkn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.