Úrval - 01.04.1948, Page 102

Úrval - 01.04.1948, Page 102
100 ÚRVAL kenna. ,,Ba-be-bi-bo“, sagði hún hátt og skýrt. Og börn konungs- ins höfðu þetta eftir henni í kór. Þegar leið á kennslustundina, fóru hjákonurnar að ná sér eftir hræðsluna. Þær tóku nú að at- huga Önnu mjög gaumgæfilega, svo að henni þótti jafnvel nóg um. Þær þukluðu á hári hennar og athuguðu hárnálarnar. Ein þeirra reyndi að setja hárnál í hár sitt, en hún datt úr, því að hár hennar var klippt, og þá hlógu þær allar. Þær þreifuðu á kjól Önnu, belti og kraga, og á hringunum á fingrum hennar. Tvær lögðust flatar á gólfið og reyndu að horfa upp undir pils- lð. „Hamingjan góða! Hvað á þetta að þýða?“ spurði hún gröm. ,,Hvers vegna eru þið að athuga á mér fæturna?" Ein af stúlkunum, sem talaði mal- ajsku, fræddi hana loks um, að líkamsbygging hennar hefði verið aðalumræðuefni hirð- kvennanna, frá því að þær sáu hana fyrst. Krínólínpilsið hefði sannfært þær um, að hún væri allt öðru vísi en þær, að líkami hennar gildnaði, eftir því sem neðar drægi, og fætur hennar væru svo stórir, að þeir fylltu út í pilsfaldinn. Anna hló og lyfti pilsinu nógu hátt til þess að þær gætu séð, að fætur hennar voru eins og þeirra, að því undanskildu, að hún var í sokkum og skóm. „Ah-ah“, andvörpuðu þær, stórhrifnar af þessari nýju vit- neskju. Þá kraup ein ambáttin niður og benti á nef Önnu. Hana lang- aði að vita, hvort nef hennar væri svo langt vegna þess, að það hefði verið teygt, og einnig, hvort hún þyrfti að laga það á hverjum morgni, svo að það héldist þannig. Anna fullvissaði hana um, að nefið væri þannig frá náttúrunar hendi. Ambáttin var full samúðar og þreifaði ánægð á flötu nefi sínu. Nokkrar af hjákonunum voru þegar farnar burt; þær voru búnar að fá nóg af erfiði lær- dómsins. En við borðsendann stóð fölleit, ung kona, og fylgd- ist með af áfergju. Hún var eymdarleg á svipinn og beygði sig yfir lítinn dreng, sem aug- sýnilega var sonur hennar. Þegar hún sá, að Anna veitti henni athygli, reyndi hún að hverfa undir borðið, eins og hún viðurkenndi, að hún hefði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.