Úrval - 01.04.1948, Side 103

Úrval - 01.04.1948, Side 103
ANNA OG SÍAMSKONUNGUR 101 engan rétt til að vera þarna, en væri aðeins leyfilegt að tína upp þá fróðleiksmola, sem féllu af veizluborði hinna. Þegar Anna virti hana betur fyrir sér, tók hún eftir því, að þessi hjákona var hvorki eins ung og falleg og henni hafði sýnzt í fyrstu. En augu hennar voru dökk og djúp og full af hryggð, og þau horfðu óttaslegin á önnu. Anna taldi hyggilegast, að láta sem hún sæi ekki konuna, ef hún gæti þannig stuðlað að því, að hún kæmi aftur. Hún gizk- aði á, að þessi hjákona hefði af einhverjum orsökum fallið í ó- náð hjá konunginum. I heimi kvemiabúrsins, þar sem þús- undir tungla snerust umhverfis sól konungsins, var slík ónáð hræðileg ógæfa. Alla leiðina heim var Anna að hugsa um hjákonuna. Ef til vill var þarna manneskja, sem myndi fagna hinum nýja heimi þekkingarinn- ar vegna þess, að hin skraut- lega veröld hennar var hrunin í rústir. Börn konungsins höfðu frá upphafi mesta ánægju af því að læra landafræði. Allt til þessa höfðu þau ekki haft annað landabréf en það, sem fyrrverandi forsætisráð- herra landsins hafði gert, en hann var meiri stjórnmálamað- ur en landfræðingur. Það var ' fimm fet á lengd og þrjú á breidd. I miðjunni var rauður blettur 20 sinnum 12 þumlung- ar. Mannsmynd, klippt úr silf- urpappír, hafði verið límd á rauða blettinn. Það var Síams- konungur. Á höfði hafði hann geysimikla kórónu með mörg- um broddum, sem áttu að tákna veldi hans. Þegar konungurinn, eftir beiðni Önnu útvegaði stórt, enskt hnattlíkan, brá þeim í brún að sjá Síam sem ofurlítinn depil á jarðaryfirborðinu. Eina huggun þeirra var að England, föðurland kennslukonunar, var ennþá minna. Eftir því sem sjóndeildar- hringur barnanna víkkaði, not- aði Anna hvert tækifæri til þess að brjóta upp á umræðuefni, er gæti aukið þekkingu þeirra á umheiminum — kolamola, sem þau gátu borið saman við við- arkolin, sem þrælarnir notuðu til eldsneytis; ullarlagð, ásamt myndum af kömbum, rokk og nýtízku ullarverksmiðju; sýnis- horn af garni og ullardúk. Eitt sinn hafði gufuskipið komið með ískassa frá Singa- pore. Anna gat náð í ísmola, til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.