Úrval - 01.04.1948, Page 105

Úrval - 01.04.1948, Page 105
ANNA OG SlAMSKONUNGUR 103 móðir hans. því að skuggi kvennabúrsins féll jafnvel á hjörtu barnanna. Þegar þær Anna höfðu kynnst nokkuð, bauð Son Klin kennslu- konunni að heimsækja sig. Eft- ir það kenndi Anna henni oft í lítilli og skrautlausri íbúð henn- ar. En hún var ávallt jafn dul og fátöluð um hagi sína, og það var ekki fyrr en Anna heimsótti hana helgidag nokkurn, að framkoma hennar breyttist. Þegar ambáttin leiddi hana inn í litla herbergið, sem þær höfðu kallað ,,lesstofuna“, sá hún að vinkona hennar kraup í bæn í næsta herbergi. Á altari fyrir framan hina krjúpandi konu stóð gyllt Búddalíkneski, en beggja vegna héngu myndir af konimginum og syni hennar. Herbergið var klætt hand- máluðu veggfóðri í síömskum stíl. Á það voru máluð tré, sum uppistandandi, en önnur eins og rifin upp með rótum; það var eins og þau bærust áfram með einhverjum voldugum straumi, dauð og líflaus. Sumstaðar voru þau þakin blómum. Son Klin bað með lokuð augu, en andlit hennar var uppljómað af duld- um fögnuði, sem gerbreytti svipnum. Það var eins og hún væri í beinu sambandi við Ánd- ann eilífa, og væri óminnug alls annars. Anna beið þögul, þar til bænagerðinni var lokið. Eftir stundarkorn kallaði Son Klin á Önnu og bað hana að koma inn í helgidóminn. Anna settist á gólfið við hlið hennar, fyrir framan altarið. „Sástu veggfóðrið mitt?“ spurði hún. ,,Ég sá það þegar ég kom inn,“ svaraði Anna. „Eru þetta ekki fullskærir litir fyrir bæna- herbergi?“ „Ég sé, að þú skilur ekki þýð- ingu þess,“ sagði Son Klin, og fór að skýra táknmyndimar fyrir Önnu, á blendingi af ensku og síömsku: „Þetta stóra, græna tré þarna,“ sagði hún og benti með hendinni, „er eins og ég var, þegar ég var ung og fá- vís, og þráði jarðneska sælu og metorð. Ég var nefnilega færð konunginum að gjöf, og hugsaði ekki um annað en það, hve voldug ég væri og hve auðug ég yrði. Og þarna sérðu mig lúta, lauf mín eru að sölna og bráðum fell ég um koll. Og þarna er ég rifin upp með rót- um af auðmýkingu og harmi. Og þarna berst ég áfram með straumi fljótsins, til glötunar- innar, en smámsaman tekst litlu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.