Úrval - 01.04.1948, Qupperneq 113
ANNA OG SlAMSKONUNGUR
111
það ekki; og þegar fórnardýr-
inu hafði verið varpað í myrkra-
stofu og það hlekkjað, var það
pínt til sagna á hinn hryllileg-
asta hátt.
Lög landsins voru ekki óvið-
unandi, en enginn, sem fallið
hafði í ónáð San Luang, gat
reitt sig á lögin eða dómstólana.
Menn óttuðust San Luang svo
mjög, að enginn fékkst til að
bera vitni fyrir þessum ransókn-
arrétti, nema mikið fé væri í
boði. Hygginn borgari leitaði
verndar einhvers voldugs vin-
ar, sem var meðlimur réttarins.
Njósnarar San Luang voru
hvarvetna á ferli, einkum meðal
auðmannanna. Sérhver borgari
grunaði og óttaðist nágranna
sinn, þjóna sína og jafnvel
stundum eiginkonu sína.
Oft kom það fyrir, þegar
Önnu gramdist atferli konungs-
ins, að hún lét vanþóknun sína i
Ijós með orðum eða augnatilliti.
Hún veitti því brátt athygli, að
þegar þetta kom fyrir í viður-
vist sumra liðsforingja eða hirð-
manna, þá laumuðust þeir til að
berja nokkur sérkennileg hökk.
Hún komst að því, að þetta bank
var eitt af leynimerkjum þeirra
sem voru í þjónustu San Luang.
Þessu aðvörunnarmerki var
beint til hennar, af því að þeir
héldu, að hún væri líka meðlim-
ur rannsóknarréttarins. Svo
mikil völd var hún talin hafa
hjá konunginum. Þegar þetta
skeði, var það augljós vottur
þess, að hún var ekki lengur
peð á hinu mikla og óljósa
skákborði. Hún var orðin einn
af leikendunum.
*
Ást konungsins til barnanna
var hin eina af dyggðum hans,
sem ekki bar skugga á. Hann
tók þau oft í fang sér og gældi
við þau. En hann var því aðeins
börnum sínum góður faðir, að
hann hefði dálæti á mæðrum
þeirra.
Ein af hinum einkennilegu
andstæðum í skaphöfn Síams-
búa var sú, að þrátt fyrir návist
konungsins og hinn mikla ótta,
sem kvenfólkið auðsýndi gagn-
vart honum, þá þurfti geysileg-
an fjölda kvenvarða til þess að
halda uppi aga. Ef flissið eða
hvíslið keyrði úr hófi, kom ein-
hver kvenvörðurinn á vettvang
og danglaði svipu á herðar háv-
aðaseggjanna. Verðirnir gripu
alloft til svipunnar, meðan a
áheym stóð. Þegar konungurinn
var farinn, dreifðist kvenfólkið
eins og gæsahópur, þaut til