Úrval - 01.04.1948, Side 116
114
ÚRVAL
rnætur á sumum persónum hinn-
ar helgu bókar og vildi alltaf
heyra sagt frá þeim. Anna dáð-
ist að eftirtekt og skilningi
þessa barns. Hún var ólík hinum
börnunum; hún hafði einhverja
mannúðarkennd framyfir þau.
Ef litla prinsessan og bróðir
hennar fengju þau völd, sem
þeim bar, þá myndi næsta kyn-
slóð Síamsbúa lifa við önnur og
betri kjör en sú kynslóð, sem
lifði í landinu árið 1862.
Síðdegis hinn 14. maí voru
þau Anna og Louis stödd úti á
torginu, þegar Louis kallaði
allt í einu: „Sjáðu, mamma,
sjáðu!“ Hann benti út á fljótið,
í áttina til konungshallarinnar.
Ein af snekkjum konungsins var
róið út á fljótið af f jölda ræðara
og stefndi hún beint yfir að
fljótsbakkanum, þar sem þau
stóðu.
Snekkjan var ekki fyrr komin
að landi en ambátt hljóp til
Önnu með innsiglað bréf frá
konungi. Hún reif innsiglið og
las:
Kæra Mam —
Elskuleg dóttir vor, eftirlætis
nemandi yðar, hefir veikzt af
kóleru og langar mikið til að
sjá yður. Hún nefnir nafn yðar
hvað eftir annað. Ég bið yður að
verða við ósk hennar. Ég er
hræddur um að sótt hennar sé
banvæn, þar sem þrjár mann-
eskjur hafa látizt í dag. Ég ann
henni mest af börnum mínum.
Yðar sorgmæddi vinur
Maha Mongkut.
Ambáttin tók undir orð bréfs-
ins og mælti bænarrómi: „Frú
mín, þrjár af ambáttum prins-
essunnar liggja á líkbörunum.
Og Fa-ying veiktist í morgun.
Hún er alltaf að kalla á yður.
Verið svo góðar að koma
strax!“
Anna sté þegar um borð í
snekkjuna, en sagði Louis að
fara heim. Fa-ying lá á á-
breiðu á miðju gólfi. Umhverfis
hana voru ættingjar og ambátt-
ir, sem sungu hárri röddu: Phra
Aráhan! Phra ArahanV', en það
er helgasta heiti Búdda, og er
endurtekið í eyru hins deyjandi
til þess að minna sálina á að
fara til himnaríkis og villast
ekki. Lamom prinsessa, sem
hafði fóstrað barnið, lá á gólf-
inu við fætur þess. Hún var svo
lömuð af hryggð, að hún gat
varla haft yfir hin helgu orð.
Anna færði sig að sjúklingn-
um, harmþrungin og grátandi.
Ekki þetta barn! Af öllum böm-