Úrval - 01.04.1948, Side 126

Úrval - 01.04.1948, Side 126
224 ÚRVALi Anna las þessar hlægilegu ákærur og bræðin svall í henni. Hve minnugur konungurinn gat verið á slíkar smáyfirsjónir! Hve fljótur hann var að gleyma dyggri þjónustu! Einu sinni, áður en hún þekkti hirðsiðina, hafði konungurinn óskað eftir ákveðinni bók. Hún hafði minnzt þess, að bókin var í her- bergi, sem var uppi yfir vinnu- herbergi konungsins, og hún hafði farið upp til að sækja hana. í fávísi sinni hafði hún farið inn í herbergi, sem var beint uppi yfir honum, og náð í bókina. Þegar hún kom niður með bókina, bjóst hún við að hann yrði sér þakklátur. En hún hafði „gengið yfir höfuð hans“. Sér til undrunar sá hún, að kvenfólkið, sem viðstatt var, titraði af ótta. Henni var sagt, að ef hún bryti hina konunglegu siði á slíkan hátt aftur, yrði henni varpað í fangelsi. Hinar ákærurnar voru jafn- hégómlegar. Hún rétti einkarit- aranum skjalið aftur, án þess að mæla orð. Stuttu síðar fékk hún nafn- laust bréf frá einhverjum í kon- ungshöllinni, þar sem henni var skýrt frá því, að reiði konungs- ins hefði magnazt við það, að hún neitaði að undirrita skjalið. Hann átti að hafa sagt við hirð- menn sína: „Getur enginn losað mig við þennan kvenmann?“ Anna skipaði þjónustustúlk- unni að loka öllum dyrum og hleypa engum inn. Seinna hló hún að sjálfri sér, og eftir á virtist engin hætta hafa verið á ferðum. En var það svo í raun og veru? Það vissi enginn nema konungurinn. Hún var kyrr. Hún hafði lif- að sig inn í starf sitt, sérstak- lega að því er snerti menntun Chulalongkorns prins. En jafn- vel því starfi hennar hlaut að ljúka bráðlega. Prinsinn var senn fullvaxta, og þá varð hann að snúa sér algerlega að opin- berum skyldustörfum sínum. Henni fannst sér hafa tekizt vel að fræða prinsinn. Þau höfðu nýlega rætt lengi saman um Abraham Lincoln. Saga þessa mikla mannvinar var prinsinum vel kunn, því að hún hafði oft sagt frá honum, og dauði Lincolns markaði djúpt spor í huga hins unga prins. „Mem cha,“ sagði hann og augu hans tindruðu af ein- beittni, „ef það á fyrir mér að liggja að halda um stjórnar- taumana í Síam, þá skal ég ríkja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.