Úrval - 01.04.1948, Síða 127

Úrval - 01.04.1948, Síða 127
ANNA OG SlAMSKONUNGUR 125 yfir frjálsri, en ekki ánauðugri Þjóð.“ Anna horfði á einbeitt andlit piltsins og vonaði, að honum auðnaðist að gera ósk sína að veruleika. í fyrstu vildi konungurinn ekki heyra, að hún væri á för- Um. ,,Mem, þér eruðlöt! Þéreruð vanþakklát!" sagði hann í ávít- unarrómi, hvenær sem hún minntist á að fara. Hún var sex mánuði að fá samþykki hans, og jafnvel þá vildi hann ekki leyfa henni að fara, nema hún lofaði statt og stöðugt að koma aftur, þegar heilsa hennar leyfði. Síðasta árið, sem Anna var í Síam, kom fyrir sá atburður, sem Anna mat meira en allt annað, er fyrir hana hafði bor- ið þar. Frú Son Klin bauð önnu til miðdegisverðar, og eins og venja hennar var, undirritaði hún bréfið: „Harriet Beecher Stowe“. Miðdegisverðarboðið var í sjálfu sér ekkert óvenju- legt, en áherzlan, sem Son Klin lagði á það, var einkennileg. Hún var alltaf að senda boðbera til Önnu, til þess að minna hana á að koma, og loks fór Anna að láta sér detta í hug, að Son Klin ætlaði að halda stórveizlu. Þegar Anna og Louis komu tii húss Son Klin, tók hún á móti þeim og fagnaði þeim af mikl- um innileik eins og hún var vön. Miðdegisverðurinn var reidd- ur fram 1 ,,lesstofunni“. Tvær systur Son Klin, sem bjuggu hjá henni, voru viðstaddar, og voru alls sex til borðs. Þar sem stólarnir voru ekki nema fimm, voru Krita prins og Louis látn- ir sitja á einum og sama stóln- um. Ambáttir krupu niður við borðið og réttu gestimum mat- inn á litlum silfurdiskum. Fyrst var borið fram fiskur, rís og allskonar sætindi; því næst kjöt, villibráð og fuglar, en síðast sætir drykkir og aldini. Að lokinni máltíðinni var leikið á hljóðfæri. Meðan á mál- tíðinni stóð og eins undir hljóm- leikunum, fann Anna það á sér, að eitthvað var í vændum. Þeg- ar hljóðfærin þögnuðu, reis Son Klin úr sæti sínu og leiddi Önnu út á svalirnar. Úti í garðinum krupu allir þrælar hennar í hóp, eitt hundr- að þrjátíu og tvær manneskjur, karlmenn, konur og börn, og þeir voru allir komnir í ný föt. Son Klin horfði á þá ofan af svölunum. Hún leit snöggvast á Önnu, með dökkum, glamp-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.