Úrval - 01.04.1948, Qupperneq 130
128
TÍRVAL
að Chulalongkorn væri mesti
konungur þeirra.
Anna fann bæði til þakklætis
■og auðmýktar, þegar konungur-
inn sagði, að það væri kenning-
um og kennslustarfi hennar að
þakka, að honum hefði tekizt
að gerbreyta ríki sínu.
oc Af co
Frúiii í skápnum.
Kona í smábæ einum í Ameríku átti von á mjólkurmanninum.
Hún skildi eftir miða á útidyrahurðinni, bakdyra megin, með
fyrirmælum um, að hann skyldi ganga rakleitt inn og setja
mjólkina í ísskápinn. En hún gTeymdi að opna smekklásinn
og hurðin skall í lás.
Síðan fór hún í bað, en á meðan hún var í baði, var dyra-
bjöllunni hringt, og varð henni þá allt í einu ljóst, að hún hafði
gieymt að opna smekklásinn. Hún vafði um sig stóru baðhand-
klæði og hljóp fram í eldhús. „Ég ætla að opna hurðina,“ kall-
aði hún til þess, sem úti var, ,,en bíðið andartak áður en þér
komið inn.“
Svo opnaði hún smekklásinn, skauzt inn í næsta herbergi og
faldi sig inni í stórum skáp. Þið getið imyndað ykkur skelfingu
hennar, þegar hún heyrði, að komumaður gekk beint að skápnum.
Það var þá ekki mjólkurmaðurinn, heldur gasmaðurinn, sem
kominn var til að lesa af gasmælinum, en hann var einmitt
í þessum skáp.
Gasmaðurinn rak upp stór augu, þegar hann opnaði skáps-
hurðina, og þó varð undrun hans enn meiri, þegar hann heyrði
konuna segja í ofboðslegri skelfingu: „Ahnáttugur, ég sem hélt
það væri mjólkurmaðurinn!“ _ LouisviUe Courier-Joumal.
Úrval
tímaritsgreina í samþjöppuðu formi.
Ritstjóri Gísli Ólafsson, Leifsgötu 16, afgreiðsla Tjamargötu 4,
Pósthólf 365. — Nýir áskrifendur snúí sér til afgreiðslunnar eða
næsta bóksala.
CTGEFANDI steindörsprent h.f.