Úrval - 01.04.1953, Page 32

Úrval - 01.04.1953, Page 32
30 TJRVAL „Konu manns“ eftir Wilhelm Moberg og „Kain“ eftir Bengt Anderberg, já og jafnvel Gamla testamentið. Fyrir nokkrum ár- um tóku nokkrir verðir siðgæð- isins sér fyrir hendur að tína saman kafla, sem þeir töldu ó- siðlega, úr þekktu, nýútkomnu verki, og birtu þá í ritlingi sem þeir gáfu út til baráttu gegn klámbókmenntum. Brá þá svo undarlega við, að þennan ritl- ing mátti með réttu kalla klám- rit, þó að verkið sem kaflarnir voru teknir úr væru á hinn bóg- inn fjarri því að vera klámrit. Klámrit eru alls ekki nýtt fyrirbrigði eða sérkenni vorra tíma. Sjálfsbjargarhvötin, löng- unin í fæðu og löngunin til að fullnægja kynhvötinni hafa alla tíð verið þrjár meginaflfjaðrir í lífi mannsins, og mikið af at- hygli hans hefur jafnan beinzt að þeim. Ef vér athugum gullöld Grikkja og Rómverja þá sjáum vér að á þeim tímum voru flutt- ar vísur og sýnd leikrit sem vér mundum telja í hæsta máta ó- siðleg. Hverjum augum samtíð- in leit á þetta vitum vér ekki með vissu. I sumum tilfellum var um að ræða trúarlegar helgiathafnir, ef til vill frjó- semisdýrkun. En hugsanlegt er að hér hafi einungis verið um skemmtanir að ræða. Ef vér fylgjum þróun menningarinnar fram til vorra tíma, sjáum vér að aldrei hafa verið þeir tímar að ekki hafi þekkzt það sem vér köllum klámrit, og að verðir sið- gæðisins hafa oft háð harða bar- áttu gegn þeim. Stundum hefur þó verið talið leyfilegt að reyna á listrænan hátt að lýsa kynat- höfnum undir rós eða á gaman- saman hátt, þannig að hið kyn- ferðislega var aðaltilgangur listaverksins. Þannig var það t. d. á átjándu öld, einkum í Frakk- landi. En nú er fullyrt, að sala á klámritum fari stöðugt í vöxt, einkum í borgunum, og óttast margir, að þau geti haft skaðleg áhrif. í hverju telja menn þá að þessi skaðlegu áhrif séu fólg- in? Mörgum finnst allt sem snert- ir kynlífið svo saurugt, að þeir forðast það og fordæma án frek- ari umhugsunar. Það er hæpin afstaða. Skynsamlegri er sú skoðun, að klámrit gefi oft rang- snúna mynd af kynlífinu. Kyn- lífið er ekki annan en heilbrigt, líffræðilegt fyrirbrigði, sem er nauðsynlegt til viðhalds mann- kyninu, þó að samfélagið telji nauðsynlegt að setja því skorð- ur á ýmsan hátt. Margir geta auk þess ekki hugsað sér kyn- ferðislegt samlif við aðra mann- eskju en þá, sem þeir elska eða eru að minnsta kosti giftir. Klámrithöfundarnir fjalla aftur á móti næstum eingönguum hina holdlegu hlið kynlífsins, og það oft á klúran og ruddalegan hátt, og ég held mér sé óhætt að full- yrða, að klámrit sem fjalla um samlíf hjóna séu mjög sjaldgæf. Oftast er það eingöngu sjónar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.