Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 23
ILLVIÐRABÁLKURINN MIKLI 1949
21
einangraðra einstaklinga eða
hópa, og fóðurbirgðum til hús-
dýra og jafnvel villidýra. Flug-
vélar með skíðaútbúnaði sóttu
konur í barnsnauð og komu þeim
á fæðingarhæli og fluttu lækna
þangað sem farsóttir gengu. Út-
varpsstöðvar sendu út leiðbein-
ingar um merki til flugmanna
fyrir þá, sem einangrazt höfðu.
Eitt strik í fönnina táknaði að
læknis væri þörf; tvö samhliða,
að þörf væri lyfja. X þýddi
stanzað farartæki, F var beiðni
um matvæli og L um eldsneyti.
En LL gaf til kynna, að allt
væri í lagi. Þar sem nauðsynlegt
var að flugvél lenti, var lending-
arstaðurinn sýndur með þrí-
hyrningi.
J árnbrautarsamgöngurnar
lentu í mestu vandræðum, sem
nokkurntíma höfðu steðjan að
í starfssögu þeirra. Um tíma
sátu 54 eimlestir fastar sam-
tímis; sumar þeirra voru í kafi
í mjöllinni upp á reykháf. Eitt
járnbrautarfélagið hafði 14.000
manns í vinnu um tíma í barátt-
unni við fannburðinn og fékk
þeim í hendur hin fullkomnustu
„hernaðartæki" — eldvörpur,
snjóplóga, tröllýtur og önnur
slík tæki — en samt sem áður
voni brautir félagsins lokaðar
vikum saman.
Þegar það kom í ljós, að
ekkert varð að gert, reyndu far-
þegar einangraðra eimlesta að
taka þessu með stillingu og tóku
upp ýmislegt nýstárlegt til
dægradvalar. I borginni Green
River í Wyoming fóru 1200 eim-
lestafarþegar að gefa út dag-
blað, sem prentað var á f jölrit-
ara brautarstöðvarinnar og
flutti fréttir og frásagnir, er
safnað var meðal farþega hinna
sex eimlesta.
Þegar bersýnilegt varð, að
stjórnarvöldin urðu að skerast
í leikinn, kallaði Truman forseti
á sinn fund Lewis A. Pick, yfir-
hershöfðingja, er sá um bygg-
ingu Ledo-vegarins fræga í
Burma, og f ól honum allar fram-
kvæmdir og gaf honum frjálsar
hendur til að „grafa Vestrið
úr fönninni.“ Pick var yfir-
stjórnandi við virkjunarfram-
kvæmdir Missourifljótsins. Hann
skýrði öllum þeim byggingar-
félögum, er unnu að byggingu
hinna 100 stíflugarða, að hann
yrði að fá öll vinnutæki þeirra
til þessa mikla starfs. Þau
brugðust vel við þessum tilmæl-
um — eins og allir aðrir, er áttu
nothæf tæki í þessu skyni. Hann
fékk 673 tröllýtur, 123 snjó-
plóga og 116 snjóbíla. Með þess-
um tækjum hóf hann straf sitt,
■—• sem hann sagði síðar, að hefði
verið miklu erfiðara en bygging
Ledo-brautarinnar.
Á 44 dögum sprengdi Fimmti
herinn klakafjötrana af 180.000
kílómetrum lokaðra járnbrauta,
losaði úr einangrun 235.000
manns og bjargaði frá dauða
meira en 4 milljónum húsdýra.
Oft var eins og illviðraham-
urinn gerði gis að björgunar-
tilraununum; vegir, sem tekizt