Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 50
48
tJR VAL
innan dönsku þjóðkirkjunn-
ar að ástvinir sjáist aftur eftir
dauðann veldur því, að menn
taka dauðann ekki alvarlega og
skyldur beirra við lífið verða
óljósar, sagði prófessorinn, og
minnti um leið á, að trúin á ó-
dauðleik sálarinnar væri upp-
runalega frá heiðingjum komin.
Hvaða afstöðu sem hver ein-
stakur kann að hafa til kristin-
dómsins, getur verið skemmti-
legt í þessu sambandi að athuga,
hvaðan ódauðleikatrúin kom inn
í kristnina. Hvernig hugsuðu
heiðingjar sér fyrir tíma kristn-
innar lífið eftir dauðann ?
Hvernig hugsa játendur hinna
helztu trúarbragða sér það nú?
Sá samanburðargrundvöllur,
sem þekking á öðrum trúar-
brögðum veitir okkur nú, var
ekki fyrir hendi, er kristnin kom
til sögunnar, þó að hinir fornu
grísku og rómversku rithöfund-
ar lýstu einnig trúarsiðum og
hugmyndum annarra þjóða.
Þau heiðin trúarbrögð, sem
Evrópumenn kynntust fyrst,
önnur en Múhameðstrú, voru
hin kínversku. Á 16. öld sendu
jesúítar hóp trúboða til Kína.
Rasmus Rask og aðrir lærðir
menn opnuðu vísindamönnum
Evrópu með ritum sínum hinn
indverska heim. Árið 1799
fannst Rosettesteinninn í
Egyptalandi, sem á voru letruð
þrjú tungumál. IJt frá því gátu
menn svo þýtt myndletrið en
þar með opnaðist leið til skiln-
ings á trúarbrögðum Forn-
Egypta. Uppgröftur fornleifæ
bæði í Litlu-Asíu og Evrópn
hefur varpað ljósi á merkingu
fleygrúna og einnig á trúar-
brögð og aðra siði bæði Babý-
loníumanna, Assýríumanna og
okkar eigin forfeðra.
Hinar ýmsu þjóðir, fyrr og
síðar, hafa haft mjög mismun-
andi hugmyndir um, hvers eðlis
dauðinn sé. Að miklu leyti hafa
þær mótazt af ytri lífsvenjum
þeirra. Frá sjónarmiði hinna
frumstæðu þjóða, sem lifa í
beinu sambandi við náttúruna
og eiga oft í baráttu við hana,
er það mjög eðlilegur hlutur, að
menn lifi áfram meðal þeirra,
sem á undan eru gengnir, og
fornleifafundir víðsvegar sýna,
að gjafir þær, sem menn létu
fylgja hinum látnu í gröfina,
voru ekki af verri endanum.
Menn dýrka hina látnu, e. t. v.
upphaflega af ótta, og eru þann-
ig í stöðugu sambandi við þá.
Hinir dauðu vara menn við
hættum og ráða þeim ráð á ör-
lagastundum í launaskyni. En
þegar ættbálkar eða þjóðflokk-
ar fluttust til í leit að betri lífs-
skilyrðum eða settust að í borg-
um, þá rofnaði auðvitað sam-
bandið við hina dauðu, sem lifðu
áfram í haugum sínum, og sú
trú skapast, að allir dauðir
menn safnist á einn stað, þar
sem þeir lifa áfram í einskon-
ar skuggaríki.
Forfeður okkar trúðu því ým-
ist, að dauðir menn byggju í
haugum sínum, eða að þeir