Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 92
'90
TJRVAL.
sumt. Og þetta læzt vera fínn
herra.“ Hún fleygði niður tómu
veskinu.
„Láttu það vera, þitt — þitt
þjófasvín," æpti Hubert.
Og nú var hún bókstaflega
farin að rýna í bréfin, en eitt
af þeim var frá foreldrum hans
í sveitinni. „Það yrði einhver
hissa að frétta um háttalag
hans hér?“ sagði hún kýmnis-
lega, „og þessir skitnu þrjátíu
shillingar segja ekkert upp í ó-
næðið, sem við höfum haft af
honum. Finnst þér það, elsk-
an?“
„Alls ekki,“ svaraði Dot, „en
við megum ekki leika hann grátt.
Hann er ungur. Þetta er laglegt
úr, heillin. Kannski þú látir hann
fá bréfin, ef hann gefur þér
það.“
„Hann sleppur allt of vel þann-
ig,“ sagði hin byrnulega og tók
upp úrið, „en ef þú uppástend-
ur það, elskan —Hún kastaði
frá sér bréfunum og Hubert
greip þau og tróð þeim í frakka-
vasann. Síðan þreif hann lykl-
ana, veskið og sígarettuhulstr-
ið. „Þið — þið fáið mér úrið,“
heimtaði hann titrandi röddu.
Lillý gaut á hann augunum.
„Herra Hubert Graham, sem
ítallar sig Watson,“ byrjaði hún
að romsa um leið og Dot opnaði
dymar. „Þú hypjar þig héðan
eins fljótt og þú getur, ef þú
vilt ekki hafa verra af. Og gættu
þess, að Tommy sitji ekki fyrir
þér þama í dimmunni neðan við
stigann. Annars kemur hann á
stundinni, svo að þú getur beðið
eftir honmn — ef þú þarft endi-
lega að finna hann.“
Hubert flýði, og það síðasta,
sem hann heyrði, um leið og
dyrnar féllu á hæla honum, voru
skerandi hlátursskrækir. Hann
vissi, að þær voru að hlæja að
honum, og f ann, að hann átti það
skilið. Það var beiskasti drop-
inn í þessum hörmungabikar.
Það leið nokkur stund, áður
en hann komst á þekktar slóðir,
og það var þreytandi ganga að
þramma alla þessa leið, kúgupp-
gefinn, á þunnum lakkskóm,
heim í íbúðina, þar sem hann
hefði getað setið í makindum
með f jögur pund og úr í vösun-
um, og sjálfsvirðingu sína ó-
skerta.
John var enn á fótum og las
í bók yfir tómum bolla. „Halló,
Hubbi kallinn! Herra trúr, hvað
er orðið framorðið. I hverju hef-
urðu lent, þú lítur út eins og
vofa? Viltu bíða meðan ég
skerpi aftur á katlinum? Mér
sýnist þú mundir hafa gott af
tesopa."
„Já, takk,“ sagði Hubert dauf-
lega. Hann teygði úr sér í stóln-
um, loksins var hann þó kom-
inn heim. T- p- Þýddi.
co ★ cc