Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 72
Kengúran er sk jakiar-
merki Ástralíu.
„Pokaprestur“ Eyjaáffunnar.
Grein úr „Nature Magazine“,
eftir Alan Devoe.
JAMES COOK, landkönnuður-
inn mikli, var á siglingu við
strendur Ástralíu árið 1770 og
sendi menn á land til að svip-
ast eftir matföngum í skóglendi
hins óþekkta lands. Þeir komu
aftur með undrunarsvip og
fluttu með sér dýr eitt, sem líkt-
ist engu áður þekktu lands- eða
lagardýri. Það var svipað á hæð
og maður í lægra lagi, hafði
lítið höfuð og smáleitt ,,andlit“
á mjóum hálsi, en þessi granni
efri hluti sat á geysisterkum og
vöðvastæltum bakhluta, sem
líktist helzt bakhluta stórvax-
ins múlasna og endaði á fjögra
feta löngum og gildum hala.
Dýrið hafði stór og blíðleg augu,
litla, mjúka snoppu og varir eins
og kanína, framlimir þess líkt-
ust mannshöndum, og síðasta og
mesta undrunarefnið var rúm-
góður, loðinn poki á kviðnum.
Þegar leiðangursmenn spurðu
landsbyggja um þetta kynlega
dýr, bönduðu þeir höndunum,
ypptu öxlum og tautuðu „Kan-
garoo“! Sem í lauslegri þýð-
ingu merkir: „Það er til einskis
að segja ykkur það.“
Dýrafræðingar Evrópu kom-
ust að þeirri niðurstöðu, eftir
áralangar bollaleggingar, að
„kengúran“ væri helzt tröllvax-
in músategund, en að síðustu
var hún flokkuð sem stærsta
tegund áður óþekkts dýraflokks,
er nefndur var ,,marsupialar“ —
pokadýr — af latneska orðinu
„marsupium": poki.
Pokadýrin eiga hvergi heima
nema í Eyjaálfunni (að undan-
skildri pungrottunni (opossum)
í N.-Ameríku). Á fyrri jarðtíma-
bilum, þegar þessi hluti heims-
ins skildist frá meginlandi Asíu,
varð þessi dýraflokkur fráskil-
inn öðrum hlutum heims. Um
24 tegundir þessa dýraflokks eru
dreifðar um Eyjaálfuna, allt
sunnan frá Tasmaníu og norður
til Nýju Guineu og nærliggjandi
eyja. Nokkrar þeirra eru ekki
stærri en kanínur og sumar geta
klifrað tré. En kengúran —•
skjaldarmerkisdýr Eyjaálfunn-
ar — er stóra, gráa sléttupoka-
dýrið, sem kallað er með virð-
ingu og aðdáun um gervallt meg-
inlandið „Gamli maðurinn“,einn-
ig „Þrymur" og ,,Skógarmaður“.
Kvendýrið, sem er smávaxnara,
kalla Ástralíumenn á alþýðu-
máli ,,flygil“. Unginn kallast
„Jói“.