Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 31
ÁST OG AÐLÖGUN
29
boð foreldranna var: þú skalt
ekki; hið nýja vald, læknirinneða
ráðgjafinn, sýnir með fræðslu
sinni, að hér eiga engin bönn við,
að, mér, einmitt mér, er allt
þetta leyfilegt. Þetta getur ef
til vill komið sumum að liði.
Stundum þegar maður er að
glíma við þessi vandamál, hugs-
ar maður með dálítilli öfund til
frumstæðra þjóða, þar sem börn-
in iðka kynferðisleiki óhindruð
eða þar sem tæknileg kynf ræðsla
er náttúrlegur liður í uppeldinu.
Þetta fólk á ekki við nein kyn-
ferðisleg vandamál að glíma á
fullorðins aldri, sumt skilur jafn-
vel ekki hvað við er átt, þegar
maður reynir að spyrja það.
Þessi orð mín ber ekki að skilja
svo, að ég sé meðmæltur al-
mennu lauslæti meðal barna eða
einhverju öðru sérstöku ráði til
úrbóta. En ég tel mikilvægt að
menn geri sér ljóst, að það
eru ekki meðfæddir líffræðileg-
ir eiginleikar, heldur hin ráð-
andi viðhorf í menningu okkar,
sem valda því að kynferðisleg
aðlögun reynist oft og tíðum
erfið raun, blandin hræðslu,
sektarvitund, ótta og óhamingju.
Sum okkar eru enn það þjál, að
okkur tekst að lokum að öðlast
það sem við köllum hamingju.
Óðrum tekst það ekki.
í lækningastofunni er algengt
að heyra konur afgreiða kyn-
ferðismálin með athugaserndum
eins og þessum: „Það er eins
og það á að vera“ eða „þegar
maður hefur verið gift í 4 ár,
er maður hættur að hugsa um
slíkt“ eða „maðurinn minn er
svo nærgætinn", sem oftast
merkir, að hann kærir sig ekki
um konuna sem hvílunaut.
Mönnum, sem eiga í miklum
kynferðisörðugleikum, nægir
ekki að segja, að kynferðismök
séu náttúrlegt fyrirbæri en ekki
syndsamlegt og ljótt athæfi, eða
skýra fyrir þeim hversvegna
hlaupið hefur í baklás hjá þeim.
Með langvarandi, erfiðum að-
gerðum verður stig af stigi að
reyna að breyta því sem vegna
skaðlegra og þröngsýnna við-
horfa umhverfisins hefur rang-
hverfzt. Mörgum er líklega alls
ekki hægt að hjálpa. Á meðan
menning okkar er eins og nú,
verðum við að sætta okkur við
að auðug og frjáls kynferðisleg
hamingja falli aðeins í skaut
fáum útvöldum, sem annað hvort
hafa notið uppeldis, er hefur
hjálpað þeim á leið að markinu,
eða hafa verið svo þjálir, haft
svo sterka sjálfshvöt, vilja, þol-
inmæði og úthald, að þeir hafa
sjálfir getað losað sig undan
skaðlegum uppeldisáhrifum.
Örlítið bjartari hlið á þessu
máli (þótt ekki sé hún mjög
björt) er það sem ég sagði áð-
an um hinn ótrúlega hæfileika
manna til að líta á viðhorf sín
sem eilíf sannindi, er gildi fyrir
alla. Þessvegna finnst mörgum
að kynferðislíf þeirra sé hið eina
rétta. Sá sem er kyndaufur, lít-
ur á áhuga annarra á kynferðis-