Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 46
44
ÚRVAL
amshluta og hinsvegar vaxandi
starfsgetu þeirra. Með öðrum
orðum: jafnframt því sembarnið
stækkar verður það að þroska
hæfileika sína til að skynja,
hugsa og starfa.
Hve þetta tvennt er háð hvort
öðru sést einkarvel ef við fylgj-
umst með hvernig neðri kjálki
ungbamsins vex. Við fæðingu er
hann lítill og stuttur. — vel lag-
aður til að sjúga með. En brátt
tekur hann að vaxa miklu hrað-
ar er önnur andlitsbein. Þegar
tennurnar koma og barnið fer
að tyggja, hefur neðri kjálkinn
lengzt það mikið að tennurnar í
efri og neðri góm mætast. Þetta
er aðeins eitt af ótal mörgum
dæmum um aðlögun og ná-
kvæma samstillingu, sem sífellt
á sér stað í öllum líkamanum.
í uppvextinum þolir náttúran
engin meiriháttar frávik frá því
sem normalt er. Óeðlilegur
þroski á einu sviði getur leitt
til þess að eitthvað fari úr
skorðum á öðru sviði. Dæmi um
þetta eru börn, sem fædd eru
heyrnarlaus. Þegar heyrnarfær-
in þroskast ekki, lamar það
þroska talfæranna og hæfileik-
ann til að tala.
Þó að áætlunarbundinn
þroski sé nauðsynlegur getur
vaxtarhraðinn verið allbreyti-
legur. Til dæmis verður oft að
bíða alllengi eftir því að barn
fari að tala. En alljafna skiptir
slíkt litlu máli. Það er löng
leið frá ungbarni til fullþroska
manns og oftast nægur tími til
þess að lagfæra minniháttar
frávik frá því sem eðlilegt er.
Það er ekki fyrr en seinkunin er
orðin áberandi og viðvarandi að
ástæða er til að gera sér áhyggj-
ur út af henni.
Jafnframt því sem þroskaá-
ætlunin kemst í framkvæmd,
tekur barnið að vaxa inn í
mannlegt samfélag á þann hátt
að hæfileikinn til að athuga og
skynja umheiminn þroskast
samtímis því sem hæfileikinn til
eigin athafna þroskast.
Hæfileikinn til að skynja og
skoða umheiminn veitir barninu
þann skilning, sem er nauðsyn-
legur til þess að bregðast rétt
við ytri áhrifum. Hæfileikinn til
athafna gerir barninu kleift að
bregðast við þeim áhrifum á
hentugan hátt. Þroski sjónar-
innar er gott dæmi um það
hvernig hæfileikinn til skynjun-
ar og athafna fylgjast að. Þegar
augun sjálf eru fullþroskuð eru
taugatengslin við augnvöðvana
komin í lag og barnið getur
beint sjónum að nálægum hlut
með tilstyrk augnvöðvanna. Hjá
blindum börnum eru augnhreyf-
ingarnar undarlega fálmkennd-
ar, af því að skynjunina skortir.
Þetta samspil milli hinna
mismunandi þátta þroskans má
greinilega merkja á öllum
þroskaferlinum. Við erum vön
að tala um mennina eins og
þeim væri skipt í þrjá hluta:
líkama, skynsemi og tilfinning-
ar. Ekkert torveldar eins skiln-
ing okkar á barninu og að líta