Úrval - 01.06.1953, Síða 46

Úrval - 01.06.1953, Síða 46
44 ÚRVAL amshluta og hinsvegar vaxandi starfsgetu þeirra. Með öðrum orðum: jafnframt því sembarnið stækkar verður það að þroska hæfileika sína til að skynja, hugsa og starfa. Hve þetta tvennt er háð hvort öðru sést einkarvel ef við fylgj- umst með hvernig neðri kjálki ungbamsins vex. Við fæðingu er hann lítill og stuttur. — vel lag- aður til að sjúga með. En brátt tekur hann að vaxa miklu hrað- ar er önnur andlitsbein. Þegar tennurnar koma og barnið fer að tyggja, hefur neðri kjálkinn lengzt það mikið að tennurnar í efri og neðri góm mætast. Þetta er aðeins eitt af ótal mörgum dæmum um aðlögun og ná- kvæma samstillingu, sem sífellt á sér stað í öllum líkamanum. í uppvextinum þolir náttúran engin meiriháttar frávik frá því sem normalt er. Óeðlilegur þroski á einu sviði getur leitt til þess að eitthvað fari úr skorðum á öðru sviði. Dæmi um þetta eru börn, sem fædd eru heyrnarlaus. Þegar heyrnarfær- in þroskast ekki, lamar það þroska talfæranna og hæfileik- ann til að tala. Þó að áætlunarbundinn þroski sé nauðsynlegur getur vaxtarhraðinn verið allbreyti- legur. Til dæmis verður oft að bíða alllengi eftir því að barn fari að tala. En alljafna skiptir slíkt litlu máli. Það er löng leið frá ungbarni til fullþroska manns og oftast nægur tími til þess að lagfæra minniháttar frávik frá því sem eðlilegt er. Það er ekki fyrr en seinkunin er orðin áberandi og viðvarandi að ástæða er til að gera sér áhyggj- ur út af henni. Jafnframt því sem þroskaá- ætlunin kemst í framkvæmd, tekur barnið að vaxa inn í mannlegt samfélag á þann hátt að hæfileikinn til að athuga og skynja umheiminn þroskast samtímis því sem hæfileikinn til eigin athafna þroskast. Hæfileikinn til að skynja og skoða umheiminn veitir barninu þann skilning, sem er nauðsyn- legur til þess að bregðast rétt við ytri áhrifum. Hæfileikinn til athafna gerir barninu kleift að bregðast við þeim áhrifum á hentugan hátt. Þroski sjónar- innar er gott dæmi um það hvernig hæfileikinn til skynjun- ar og athafna fylgjast að. Þegar augun sjálf eru fullþroskuð eru taugatengslin við augnvöðvana komin í lag og barnið getur beint sjónum að nálægum hlut með tilstyrk augnvöðvanna. Hjá blindum börnum eru augnhreyf- ingarnar undarlega fálmkennd- ar, af því að skynjunina skortir. Þetta samspil milli hinna mismunandi þátta þroskans má greinilega merkja á öllum þroskaferlinum. Við erum vön að tala um mennina eins og þeim væri skipt í þrjá hluta: líkama, skynsemi og tilfinning- ar. Ekkert torveldar eins skiln- ing okkar á barninu og að líta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.