Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 82
so
tJRVAL
tómt í kaffisölunni. Séð á bak
einni af sínum fánýtu vonum.
Hann bragðaði á kaffinu og
fannst það heitara og meira gutl
en venjulega. Hvílíkt líf!
En í sama bili kom leigubif-
reið skröltandi upp að söluskúrn-
um og snarstoppaði svo að ýldi
í hemiunum. Ekillinn leit við og
hrópaði eitthvað aftur fyrir sig.
Á augabragði þeyttist hurð upp
á gátt, maður kom hnjótandi út
á götuna og slangraði yfir að
söluborðinu. í flýtinum skondr-
aði hann á Hubert, svo að kaffi
og brauð þeyttist út í loftið.
Komumaður gaf þessu óhappi
þó engan gaum, en héit áfram
að borðinu og sárbændi eigand-
ann, sem hann virtist þekkja
mætavel, að láta sig fá nokkr-
ar sígarettur. Að því búnu sneri
hann sér við, leit á Hubert og
fór að þusa.
„Þykir ða’ leitt, kunningi. Af-
skaplega leitt. Gat ekki aððí
gert. Þetta var, skilurðu, alveg
óvart. Fær þér bara annað í
staðinn, hvað sem það nú var!
Svo er allt í lagi.“ Þetta var hár
og vörpulegur maður, sam-
kvæmisklæddur eins og Hubert
sjálfur, en skorti siðfágun í
framkomu. Það fannst Hubert
að minnsta kosti.
„Það er allt í lagi,“ anzaði
Hubert. „Ég — í rauninni lang-
aði mig ekkert sérstaklega í
þetta.“
Hinn leit glettnislega á hann.
„Því þá að vera að fá sér það,
panta það, borga fyrir það og
halda á því í hendinni, ef þú
hafðir ekki lyst á því?“
Hubert hló svolítið vandræða-
lega. „Ja, ég stanzaði héma að-
eins — á leiðinni heim, þér skilj-
ið — bara svona — til að gera
eitthvað. Ég á við, ég var ekk-
ert sérstaklega svangur eða
þyrstur eða — héma — neitt
þannig.“
„Of snemmt að fara í bólið,
ha ? Allt betra en að fara í hátt-
inn, ha? Þetta er andinn.“
„Jæja, þér vitið, hvernig ligg-
ur á manni stundum," sagði IIu-
bert.
Hinn klappaði honum á öxlina.
„Ég veit. Þannig liggur nefni-
lega alltaf á mér. Við lifum að-
eins einu sinni, eða hvað?“ Hann
hélt áfram í þannig tón, eins og
hann og Huberthefðuverið lengi
að velta málinu fyrir sér og að
lokum komizt að þessari geysi-
merku niðurstöðu í sameiningu.
„Jæja, ég skal segja þér nokkuð.
Þú kemur með mér, lagsi. Ég
er að fara í svolítið klúbbsam-
kvæmi, mjög út af fyrir sig, ekki
mílu héðan. Þú kemur með. Kem-
ur sem minn gestur, vinur minn,
sem félagi í neyð. Ég skal sýna
þér dálítið."
Hubert hikaði. Maðurinn var
sýnilega talsvert slompaður, þó
hann væri ekki eins fullur og
í fyrstu hafði virzt, og að fara
með honum á eitthvert nætur-
skrall var ekki nema í meðal-
lagi freistandi. „Ég veit eigin-
lega ekki —,“ byrjaði hann.
„Það er aðeins eitt,“ sagði