Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 109
SKARTGRIPASKRlNIÐ
107
gera hinum nýja húsbónda sín-
um allt til hæfis.
Enda þótt Lurkur væri drukk-
inn, sá hann þó að hverju fór.
Hann tók sér það nærri vegna
gestanna. Þessvegna stóð hann
iipp frá borðinu og sagði svo að
allir heyrðu:
„Mér stendur rétt á sama þó
að húsbóndinn ætli að taka kon-
una mína frá mér. Látum hann
bara gera það! Ég harma það
ekki, að vera laus við hana! Því
að ég hef augastað á ann-
arri!“
Og nú tók hann útsaumuðu
myndina upp úr vasanum. Allir
voru stórhrifnir af henni. Ungi
námueigandinn ætlaði blátt á-
fram að gleypa hana með aug-
unum.
„Hver er þetta?“ spurði hann.
Lurkur var ekki lamb að leika
sér við. Hann rak upp skelli-
hlátur, og svaraði:
„Það segi ég ekki þó að þú
hlaðir allt borðið gulli!“
En hann hafði varla sleppt
orðinu, þegar allir námumenn-
irnir höfðu þekkt Tanjusjku.
Þeir reyndu einn af öðrum að
fræða húsbóndann. Þá fauk í
konu Lurks.
„Hvaða bull er þetta í ykk-
ur!“ hrópaði hún æst.
„Er það kannski ætlunin að
koma okkur til að trúa svona
kjaftasögum! Hvernig ætti
stúlka hér í þorpinu að komast
yfir slíkan klæðnað og slíka
gimsteina? Nei, maðurinn minn
kom með þessa mynd frá út-
löndum. Ég sá hana áður en við
giftum okkur. Nú er hann svo
fullur að hann veit hvorki upp
né niður. Það verður ekki langt
þangað til hann veit ekki hver
hann sjálfur er. Sjáið þið bara
hvað hann er rauður og þrút-
inn!“
Þegar Lurkur sá hvað kona
hans var reið, fór hann að stríða
henni fyrir alvöru:
„Þú ert ekkert blávatn! Þú
skirrist ekki við að ljúga, bara
ef þú getur slegið ryki í augun
á húsbóndanum! Hvaða mynd
er það sem ég sýndi þér? Var
hún ekki saumuð hér? Og saum-
uð af stúlkunni, sem fólk var að
tala um núna nýverið! Satt að
segja veit ég ekkert um klæðn-
aðinn. Pólk má klæðast hverju
sem það vill fyrir mér. En þetta
heimili skorti ekki gimsteina.
En nú eru þeir læstir inni í
skápnum þínum. Þú keyptir þá
sjálf af þeim fyrir tvö þúsund,
og þó hefur þú ekki verið mann-
eskja til að bera þá sjálf. Öllum
hér er að minnsta kosti kunnugt
um það mál!“
Þegar námueigandinn heyrði
minnst á gimsteinana, sagði
hann:
„Þá verð ég að sjá!“
Hann var mesti eyðslubelgur,
regluleg óráðsía, og hann var
sérstaklega áf jáður í gimsteina.
Honum þótti ekki eins gaman
að neinu og að sjá fallegu stein-
ana sína ljóma. Ef hann heyrði
minnst á fallegan stein, langaði
hann strax til að kaupa hann.