Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 87
ÆVINTÝRI
85
búnu mældi hann þau út einu
sinni enn og fór.
„Tommy hefir staðið í brös-
um í kvöld,“ sagði Meakin ró-
lega og leit um leið kankvíslega
á stúlkumar.
Hubert flýtti sér að bæta á
sig kampavíni. Hann þurfti þess
eftir viðkynninguna við Tommy.
En kynningum var ekki enn
lokið. Þarna kom nú að borð-
inu einn sá stærsti, feitasti og
viðbjóðlegasti kvenmaður, sem
hann hafði nokkru sinni séð.
Lítið arnarnef sat á milli
fitubólginna kinna og fyrir ofan
það voru tvö lítil, hvöss og
græðgisleg augu. Hubert hryllti
við þessum kvenmanni við
fyrstu sýn. Hann gleymdi henni
áreiðanlega ekki næstu daga.
„Alló, alló, alló! “ skrækti hún,
og hlammaði sér skessulega ofan
á stól við borðið. „Ég var að
leita að þér elskan,“ sagði hún
við Dot. „Hvað á nú að brasa,
Meaky?“
„Fáðu þér sopa, Lillý,“ sagði
Dot, og ýtti til hennar flösk-
unni.“ Þetta er vinur Luxys,
f jarska sætur strákur. Ertu það
ekki, elskan?“
Hubert glotti vesaldarlega.
Það var kominn tími til að hypja
sig.
„Sæll og bless,“ sagði Lillý
með fleðubrosi. „Hva va’nú aft-
ur nafnið.“
„Watson,“ muldraði Hubert
fullur andstyggðar.
„Að hugsa sér!“ sagði Lillý
og hellti kampavíni í það glasið,
sem var hendi næst, sýnilega
alveg sama, hvort það var not-
að eða ekki. „Hann er lifandi
eftirmyndin hans Kalla Prakk.
Finnst þér það ekki, elskan?
Finnst þér það ekki, Meaky?“
sagði hún og leit á hin.
„Aldrei heyrt hans getið,“
sagði Meaky og gretti sig fram-
an í hana, en Patsy hló, alls ekk-
ert viðkunnalega.
Áður en Hubert gæfist tóm
til að fræðast um þennan Kalla
Prakk, hljómaði hvellt flautu-
blístur gegnum salinn. Píanóið
þagnaði, dansinn hætti á auga-
bragði og allir þustu á fætur.
Öll ljósin slokknuðu nema eitt,
sem var yfir dyrum á þeim enda
salarins, er fjarlægari var upp-
göngunni. Allt komst strax á
ringulreið og borðum, stólum
og glösum var þeytt til og frá.
Hubert barst með straumnum
gegnum dyrnar, með Dot og
Meakin sitt til hvorrar handar.
Dot sleppti ekki taki á handlegg
hans. I næstu andrá þutu þau
öll í mesta óðagoti gegnum illa
lýstan gang. Hubert fann skess-
una Lillý troðast á hælum sér,
rekandi á eftir. Þetta hlaut að
vera lögregluáhlaup. Það gat
ekki annað verið. Hubert þráði
ekkert meira en að komast í
burtu, ekki einungis frá lögregl-
unni, heldur einnig frá öllu þessu
skrýtna fólki. En á því virtist
ekki mikið færi, því að hann
þekkti sig ekki hér, og ef hann
skildi við félaga sína, var eins
víst að hann lenti í höndum lög-