Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 86
84
■Orval,
kominn og horfði spyrjandi á
hann.
„Hérna — annars — hvað
viljið þér fá?“ sagði Hubert við
Patsy.
„Þetta venjulega, Georg,“
sagði hún við þjóninn.
Hubert vonaði að þjóninum
mundi dveljast við að finna
flöskuna og opna hana, svo að
Lux fengi ráðrúm til að koma
aftur. En þjónninn kom eftir
nokkrar mínútur, og herra Lux
var hvergi sjáanlegur. Meðan
hann var að fylla glösin, litu
Meakin og stúlkurnar annars
hugar í kringum sig og rauluðu
út í bláinn.
„Tvö pund og fimm shillinga,
herra. Gerið svo vel.“
Hubert starði á hann grallara-
laus.
„Gerið svo vel,“ sagði þjónn-
inn ákveðinn og horfði beint
framan í Hubert.
„En ■— er það ekki — ég á
við — herra Lux,“ stamaði Hu-
bert.
„Guð almáttugur!“ hrópaði
Patsy með óblandinni fyrirlitn-
ingu. Þau horfðu nú á hann öll.
Hér dugðu engin undanbrögð.
Hubert rétti fram þriggja
punda seðil og sá sig knúinn
til að gefa þjóninum fimm shill-
inga í þjórfé. Tvö pund og
tíu shillingar! Heimskulegt æv-
intýri það.
En nú var hann þyrstur, og
það var ekki að furða, því þeg-
ar hér var komið, var rúmenski
íþróttaklúbburinn orðinn líkt og
ofn, þar sem hæpinn kjötréttur
hefur staðið lengi inni. Hann
slokaði í sig kampavínið, og þar
sem það hressti hann og kannski
fjörgaði lítið eitt, fékk hann sér
aftur í glasið. Það er óþarfi að
geta þess, að hann varð að hella
í hjá kunningjum sínum líka,
því að þau voru alls ekkert slak-
ir drykkjumenn. Vínið virtist þó
ekki milda neitt skap þeirrar
rauðhærðu. Hún horfði ennþá
á hann með kipruð augu, og það
var eitthvað óhugnanlegt við
bros hennar. Hins vegar var Dot
orðin jafnvel enn óskammfeiln-
ari og ástleitnari en fyrr. Arm-
ur hennar, mjög holdugur og
dálítið þvalur, tók sér bólfestu
um hálsinn á honum, og það
var engin leið að losna við
hann.
Einhver starði fast á hanm
Hubert leit upp og mætti augna-
ráði ungs manns í bláum fötum,
sem var nýkominn að borðinu.
Hann var þunnleitur, eins og
axarblað, en afar herðibreiður
og óvenjulega armlangur og
handstór. Fjarska óviðfelldinn
náungi, ennþá ljótari en herra
Meakin. Þessi fugl stóð nú við
borðið og teygði fram langa álk-
una, svo að smettið á honum
var komið ískyggilega nærri.
„Allt í lagi, Tommy, allt í
lagi,“ hrópaði Dot svolítið skjálf-
rödduð.
Tommy fitjaði hæðnislega upp
á efri vörina og staroi á Hubert.
Síðan krunkaði í honum eins og
reiðum hrafni: „Gor!“ En að því