Úrval - 01.06.1953, Side 86

Úrval - 01.06.1953, Side 86
84 ■Orval, kominn og horfði spyrjandi á hann. „Hérna — annars — hvað viljið þér fá?“ sagði Hubert við Patsy. „Þetta venjulega, Georg,“ sagði hún við þjóninn. Hubert vonaði að þjóninum mundi dveljast við að finna flöskuna og opna hana, svo að Lux fengi ráðrúm til að koma aftur. En þjónninn kom eftir nokkrar mínútur, og herra Lux var hvergi sjáanlegur. Meðan hann var að fylla glösin, litu Meakin og stúlkurnar annars hugar í kringum sig og rauluðu út í bláinn. „Tvö pund og fimm shillinga, herra. Gerið svo vel.“ Hubert starði á hann grallara- laus. „Gerið svo vel,“ sagði þjónn- inn ákveðinn og horfði beint framan í Hubert. „En ■— er það ekki — ég á við — herra Lux,“ stamaði Hu- bert. „Guð almáttugur!“ hrópaði Patsy með óblandinni fyrirlitn- ingu. Þau horfðu nú á hann öll. Hér dugðu engin undanbrögð. Hubert rétti fram þriggja punda seðil og sá sig knúinn til að gefa þjóninum fimm shill- inga í þjórfé. Tvö pund og tíu shillingar! Heimskulegt æv- intýri það. En nú var hann þyrstur, og það var ekki að furða, því þeg- ar hér var komið, var rúmenski íþróttaklúbburinn orðinn líkt og ofn, þar sem hæpinn kjötréttur hefur staðið lengi inni. Hann slokaði í sig kampavínið, og þar sem það hressti hann og kannski fjörgaði lítið eitt, fékk hann sér aftur í glasið. Það er óþarfi að geta þess, að hann varð að hella í hjá kunningjum sínum líka, því að þau voru alls ekkert slak- ir drykkjumenn. Vínið virtist þó ekki milda neitt skap þeirrar rauðhærðu. Hún horfði ennþá á hann með kipruð augu, og það var eitthvað óhugnanlegt við bros hennar. Hins vegar var Dot orðin jafnvel enn óskammfeiln- ari og ástleitnari en fyrr. Arm- ur hennar, mjög holdugur og dálítið þvalur, tók sér bólfestu um hálsinn á honum, og það var engin leið að losna við hann. Einhver starði fast á hanm Hubert leit upp og mætti augna- ráði ungs manns í bláum fötum, sem var nýkominn að borðinu. Hann var þunnleitur, eins og axarblað, en afar herðibreiður og óvenjulega armlangur og handstór. Fjarska óviðfelldinn náungi, ennþá ljótari en herra Meakin. Þessi fugl stóð nú við borðið og teygði fram langa álk- una, svo að smettið á honum var komið ískyggilega nærri. „Allt í lagi, Tommy, allt í lagi,“ hrópaði Dot svolítið skjálf- rödduð. Tommy fitjaði hæðnislega upp á efri vörina og staroi á Hubert. Síðan krunkaði í honum eins og reiðum hrafni: „Gor!“ En að því
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.