Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 27

Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 27
ÁST OG AÐLÖGUN 25 legu umhverfi lærir smámsaman hvernig hann getur bjargað sér við náttúrlegai- aðstæður. Hann lærir það af athugun og af foreldrunum hvaða ávextir eru ætir og hvernig hann á að taka sporðdreka þannig að hann bíti ekki, og á þann hátt skapast hjá honum fastar venj- ur sem vissulega líkjast eðlis- hvötum, en eru það þó ekki, eins og framangreind tilraun ber vott um. Það má einnig orða þetta þannig, að oturinn sé óþjáll eða fastmótaður, en bavíaninn þjáll eða mótanlegur. Hjá manninum er þessi mótanleiki mestur. Eðlishvatir hans eru næstum allar ófull- komnar. Það eru ekki til nein dýr í dýraríkinu sem geta lært eins mikið og maðurinn. Þegar við situm í fjölleikahúsi og horfum á bavían sem drekkur mjólk úr pela eða reykir vindil vekur það undrun okkar, en jafnframt gleymum við því að allt í kringum okkur eru dæmi um miklu víðtækari og árangurs- ríkari tamningu. I fari manns- ins er sennilega ekkert sem með fullum rétti getur kallast ósvikið, náttúrlegt manneðli, allt í hegðun hans er að meira eða minna leyti lært. Oturinn er eins og steinn sem ekkert getur markað spor í, en mað- urinn er eins og mjúkur leir sem umhverfið rnótar og mark- ar varanleg spor í. Leirinn þornar að vísu smámsaman og harðnar, en iangt fram á full- orðinsaldur er hann þó að nokkru leyti mótanlegur. Það er einmitt þessi mótan- leiki mannsins sem aðlögunar- hæfni hans byggist á. Aðiög- unarhæfni er einnig samfara greind. Hinn eðlislægi hæfileiki otursins til sunds og köfunar sem er honum nauðsynlegur til öflunar fæðu og byggingar bú- staðar á ekkert skylt við greind. En dýr sem fæðist í heiminn án fullkominna eðlis- hvata verður að hafa til að bera nokkra dómgreind og skynsemi til að geta lært af reynslunni svo að það geti lif- að lífinu án alltof mikilla erfið- leika. Eðlishvötin og skynsem- in eru þannig andstæður. Svo mætti því virðast sem aðlög- unarhæfni mannsins sé meiri en annarra skepna jarðarinnar, og þannig er það án efa. En það er önnur hlið á mál- inu. Því er sem sé þannig varið að hegðunarmynztur sem mað- ur tileinkar sér snemma verða smámsaman svo samrunnið honum að ekki er lengur unnt að greina að það sé áunnið, heldur virðist það vera ekta, náttúrlegt, djúprætt og upp- runalegt. Jafnvel það sem manni virðist liggja dýpst í eðli mannsins er sennilega ekki annað en ávani, en því fyrr sem maðurinn hefur tileinkað sér hann, því rótgrónari verð- ur hann, og því erfiðara er að breyta honum. Það er ekki hægt að gera beinar tilraunir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.