Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 58
56
■0RVAL
Lykteyðandi eiginleikar blað-
grænunnar hafa verið reyndir í
rannsóknarstofum víða um
heim, og hafa fengizt sönnur á,
að hún eyðir, eða dregur úr
lykt. Þegar nægilega mikið er
tekið af henni eyðir hún and-
remmu og dregur úr svitalykt
undir höndum og á fótum.
Læknar eru á einu máli um,
að blaðgrænan sé mjög áhrifa-
rík til að eyða slæmri lykt úr
sárum, og í stöku tilfellum hef-
ur hún einnig haft græðandi á-
hrif, en ekki er sannað, að svo
sé almennt. Blaðgrænuvættar
sáraumbúðir eru nú notaðar ein-
göngu í her og flota Bandaríkj-
anna. Pullyrt hefur einnig ver-
ið, að nægilega mikið magn af
blaðgrænu drepi gerla sem valda
tannskemmdum.
Verzlunarlegri hagnýtingu
blaðgrænunnar virðast engin
takmörk sett önnur en þau, sem
hugkvæmni sölumannanna set-
ur, og hún hefur þegar reynzt
í bezta lagi.
Tónlist framieidd á
vélrænan hátt.
Naglatónlisí.
Grein úr „Harper’s Magazine“.
AHVERJU kvöldi situr maður
að nafni A. H. Frisch í skúr í
miðri New York borg og dundar
við að festa hauslausa smánagla
og búta af pappírsklemmum á
aluminiumstrimil. Með því að
yfirfæra mynd þessara járnbúta
á strimlinum yfir á segulband
með aðferð sem lýst verður á
eftir og renna síðan bandinu
gegnum segulbandstæki fram-
leiðir hann hin furðulegustu
hljóð.
Lokatakmark hans er að
framleiða tónlist á algerlega
vélrænan hátt með aðstoð segul-
magns. Og merkilegast af öllm
er, að hann er mjög nærri tak-
marki sínu.
Þangað til fyrir fáum árum
var Frisch starfandi lögfræðing-
ur og dundaði við stærðfræði í
tómstundum sínum. Hann hafði
einnig gaman af tónlist og var
oft að velta fyrir sér samband-
inn milli tónlistar og stærð-
fræði. ílann glímdi við að færa
tónlist í stærðfræðilegan bún-
ing, og einu sinni gerði hann
„mynd“ af hljóðbylgju og flutti
hana yfir á segulband og renndi
því síðan gegnum segulbands-