Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 73
1POKAPRESTUR“ EYJAÁLFUNNAR
7L
Pullvaxin kengúra er hærri en
meðalmaður og venjulega um
100 kg á þyngd. Jafnvel þegar
hún situr í uppáhaldsstellingum
sínum, hvílandi á hinum sterk-
legu þjóm og hallast aftur á
þriðja afturliminn, halann, þá er
höfuðið um 1,60 m f rá jörðu. Hin-
ir geysisterku, fjaðurmögnuðu
afturfætur geta hafið hana lauf-
létt yfir 3 m háar hindranir, eða
verið hið ægilegasta vopn, ef í
nauðir rekur, t. d. gegn hund-
um, sem stundum eru notaðir til
kengúruveiða. Með halanum get-
ur dýrið auðveldlega fótbrotið
mann. En þessi konungur gresj-
anna er svo smávaxinn, þegar
hann fæðist í heiminn, að þrír
þeirra gætu komist fyrir í te-
skeið! Nýfædd kengúra er tæp-
lega þriggja sentim. löng — á-
líka stór og býfluga. Líkaminn
er hálfgagnsær, eins og ána-
maðkur. Eini hluti líkamans,
sem náð hefur fullum þroska
við fæðingu, eru hinar örsmáu
„hendur“. Með þeim grípur
„Jói“ í loðfeld móðurinnar og
les sig upp í hið örugga ,,hæli“
sitt í næstu framtíð, pokann á
kviði móðurinnar, og kemst
venjulega alla leið hjálparlaust.
Þá sjaldan hann þarfnast hjálp-
ar í þessu efni, tekur móðirin
hann varlega í munninn og sting-
ur honum í pokann, sem „Jói“
fær að njóta einn, því unginn
er aðeins einn í hvert sinn.
Þegar hann er kominn þang-
að, áttar hann sig fljótt og
hengir sig á spena móðurinnar,
svo fast, að vart fær neitt losað
grip hans. Hann er ekki svo
þroskaður, að hann geti sogið
móður sína, eins og önnur spen-
dýr, en náttúran hefur séð við
þessu og móðirin hefur sérstaka
vöðva, sem hún dælir með
mjólkinni ofan í ungann. Það
var lengi ráðgáta, hvernig „Jói“
færi að anda á þessu skeiði lífs-
ins, þar til menn uppgötvuðu,
að öndunarfærin eru í beinu
sambandi við nasaholið, svo að
loftið kemst beint niður í lungun
án þess að honum svelgist á.
Þegar „Jói“ er f jögra mánaða
gamall, er hann búinn að fá
loðfeld og farinn að segja skil-
ið við spenann öðru hverju og
gægjast upp úr pokanum sínum
og setja sig í þær stellingar, sem
myndateiknarar halda svo upp
á. Þegar móðir hans stanzar ein-
hversstaðar og fer að bíta, hopp-
ar hann niður úr pokanum og
fer að dæmi hennar. Við minnsta
merki um hættu, stekkur hann
á svipstundu upp í pokann aftur
og mamma þeysist á burt í loft-
köstum undan hættunni. En þótt
kengúrumóðir náist á flótta, þá
er aldrei neinn „Jói“ finnan-
legur í pokanum. Uppáhalds
herbragð móðurinnar undir
þessum kringumstæðum, er að
fela ungann í einhverjum runna
og sækja hann svo aftur, þegar
hún er búinn að losa sig við of-
sækjendur sína.
Þegar „Jói“ er fullorðinn,
verður hann meðlimur í ein-
hverjum flokki kynsystkina.