Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 9
Áfangi á framfarabraut vísindanna. IV.
Líf í stað dauða.
Grein úr „Verden Idag“,
eftir K. A. Bergland.
FYRIR aðeins 75 árum voru
skurðlækningar í rauninni al-
gert happdrætti um líf og dauða.
Miklar skurðaðgerðir eins og
heila-, brjóst- og holskurðir
voru taldar vonlausar. Af
meiriháttar aðgerðum var í
rauninni aðeins um að ræða af-
limanir vegna slæmra beinbrota.
En einnig þessar skurðaðgerðir
ollu oft og tíðum dauða. Sjúk-
lingurinn fékk oft einhvern
fylgikvilla, svo sem blóðeitrun,
heimakomu, bamaveiki bæði í
háls og sár eða spítaladrep, en
það var sjúkdómur, sem lýsti
sér í því að rotnun kom í limi
og fylgdi henni hrylligegur ó-
daunn. Dánartala af völdum
þessara fylgikvilla gat stundum
komizt upp í 80%.
Ástandið á sjúkrahúsum var
um þessar mundir hræðilegt. I
rauninni er allur samanburður
á ástandinu nú og þá óhugsan-
legur. Sjúkrastofumar voru yf-
Irfullar, fyrir kom jafnvel að
fleiri en einn sjúklingur var í
sama rúmi. Loftið í sjúkrastof-
tinum var hryllilegt. Fersku lofti
mátti ekki hleypa inn, það var
íalið hættulegt. Ódauninum úr
skálunum sem safnað var í út-
ferð úr sámm er ekki hægt a<ð
lýsa. Aðrar hreinlætisráðstafan-
ir voru eftir þessu og má nærri
geta hvernig vistin hefur verið.
Lærðar hjúkrunarkonur þekkt-
ust naumast. I stað þeirra vom
notaðar svonefndar gangakon-
ur. Það voru venjulega roskn-
ar konur, lítt eða ómenntaðar
og var þeim oftast annað betur
gefið en að iðka hreinlæti. Marg-
ar voru auk þess drykkfelldar
og skorti áhuga og skilning á
starfi sínu.
Hreinlætið hjá læknum og
læknanemum var heldur ekki til
að státa af. Skurðaðgerðir vom
framkvæmdar á trébekkjum
með leðurpúðum, sem voru gegn-
sýrðir smitefni frá fyrri aðgerð-
um, ekki aðeins vegna þess að
erfitt var að hreins þá, heldur
af því að þeir vom yfirleitt aldr-
ei hreinsaðir. Ekki var heldur
fátítt að sjúklingar væm skorn-
ir í rúmum sínum. Oft á tíðum
komu læknamir beint úr krufn-
ingarstofunum og skáru sjúk-
linga sína, eftir að þeir hÖfðu
þvegið sér lauslega um hendur.
Þegar maður hugsar til þessa