Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 101
SKARTGRIPASKRÍNIÐ
99
leit ekki við honum, það var eins
og hann væri ekki til.
Tanjusjka starði frá sér num-
inn á þessa konu, og það var
ekki fyrr en eftir drykklanga
stund að hún tók eftir dálitlu
sem var einkennilegt:
„Nei, hún er með skartgrip-
ina hans pabba!“ hrópaði Tan-
jusjka upp yfir sig, og í sama
bili var sýnin horfin.
Konan brosti til hennar.
„Þú sást ekki endirinn, telpa
mín! Maður á bara að horfa
og varast að segja orð, skilurðu
það!“
Tanjusjka vildi auðvitað fá að
vita hvar þetta hefði verið.
„Það var furstahöll," sagði
konan. „Einmitt salurinn, sem
skreyttur er með malakítinu.
Faðir þinn hefur komið þar.“
„Og hver var þessi kona, sem
var með skartgripina hans
pabba, og þessi íkorni, sem var
svona stimamjúkur við hana?“
„Það segi ég ekki. Bíddu
þangað til þú færð að sjá það
sjálf!“
Sama daginn og Nastasia kom
aftur heim, fór beiningarkonan
að búa sig til brottferðar. Hún
hneigði sig djúpt fyrir húsfreyj-
unni og gaf Tanjusjku böggul
með silkiþræði og glerperlum.
Svo tók hún upp lítinn hnapp.
Hvort sem hann var úr gleri
eða kristalli, þá var hann að
minnsta kosti fallegur gripur.
Hún rétti Tanjusjku hann og
sagði:
„Eigðu hann til minningar um
mig. Ef hannyrðirnar reynast
þér erfiðar, þarft þú ekki ann-
að en að horfa á hann. Þá verð-
ur þú áreiðanlega ekki ráða-
laus“.
Þegar hún hafði sagt þetta,
fór hún á brott, og þær sáu
hana ekki framar.
Upp frá þessu var Tanjusjka
frábær hannyrðakona og það
var einmitt þegar hún var að
verða gjafvaxta. Piltarnir í
námuþorpinu ræddu mikið um
dóttur Nastasiu. En enginn
þorði að nálgast hana. Það var
sagt að hún væri svo einþykk
og duttlungafull.
Orðrómurinn um snilli Tan-
jusjku barst jafnvel inn á heim-
ili námueigandans. Það var
sent eftir henni. Ungum þjóni í
dýrindis klæðum var fengið úr
með festi og hann var síðan
sendur á fund Tanjusjku eins
og stórmikið lægi við. Glæsi-
legur piltur hlaut að hafa áhrif
á'hana. Hún myndi koma með
honum. En það fór á annan veg.
Tanjusjka minntist aðeins á
verkefnið, en lét sem hún heyrði
ekki aðalerindi þjónsins. Það var
óþolandi og því sagði hann með
reigingi:
„Vertu svo góð að koma með
mér! Gerðu það! Þau verða
hrædd um að þú hafir ekki feng-
ið úrið eða að festin hafi ekki
fallið þér í geð, Það þýðir ekki
að derra sig við svona fólk.“
En það var eins og herra-