Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 105
SKARTGRIPASKRÍNIÐ
103
heim til mín með skrínið! Þar
skaltu fá eins mikið fyrir það
og þú setur upp.“
En Nastasiu leizt ekki á það.
„Hjá okkur er það ekki til siðs
að maturinn elti magann.“ sagði
hún. „Sæktu peningana, þá er
skrínið þín eign!“
Frúin sá, að hér var kona,
sem vissi hvers virði peningar
voru, og hún sagði í bænar-
rómi:
„En ég vona að þú seljir skrín-
ið ekki!“
Nastasia svaraði:
„Það er óhætt að reiða sig
á það. Ég geng ekki á bak orða
minna. Ég bíð þangað til í kvöld.
Eftir það ræð ég hvað ég geri.“
Þegar kona Lurks var far-
in, ruddist öll kaupendahersing-
in inn. Þeir höfðu sýnilega legið
á hleri og nú spurðu þeir:
„Jæja, er það selt?“
„Kaupin eru gerð,“ svaraði
Nastasia.
„Og hve mikið fékkstu fyrir
það?“
„Tvö þúsund, eins og ég setti
upp!“
„Hvað er að heyra!“ hrópuðu
þeir. „Ertu alveg gengin af göfl-
unum! Ætlar þú að sleppa því í
hendur ókunnugra og láta okkur
sitja eftir með sárt ennið!“
En þegar þeir fóru að bjóða
Nastasiu ennþá hærra, þá var
það eins og að skvetta vatni á
gæs._
„Eg veit, að þið eruð vanir að
svíkja loforð ykkar,“ sagði hún.
„En ykkur þýðir ekki að reyna
að fá mig til þess. Þessi kona
reiðir sig á mig. Það er óþarfi
að hafa fleiri orð um þetta.“
Kona Lurks kom aftur að
vörmu spori. Hún borgaði út í
hönd, tók við skríninu og fór
með það heim til sín. En þegar
hún var að fara út, mætti hún
Tanjusjku á þröskuldinum.
Stúlkan hafði verið fjarstödd,
og kaupin höfðu verið gerð án
þess að hún hefði hugmynd
um. Nú sá hún að fín frú var
að fara burt með skrínið. Tanj-
usjka hvessti á hana augun.
En kona Lurks gat sannar-
lega endurgoldið augnaráðið.
„Hvað á þetta að þýða? Hver
er hún?“ spurði frúin.
„Fólk segir að hún sé dóttir
mín,“ svaraði Nastasia. „Hún
hefði staðið næst því að erfa
þetta skrín, sem þú hefur
keypt. Við hefðum ekki selt
það, ef við hefðum ekki verið
tilneydd. Hún hefur haft yndi
af að leika sér að gripunum
frá því að hún var barn. Hún
var vön að skreyta sig með
þeim og masa ósköpin öll um
að þeir væru hlýjir og fallegir.
En við skulum ekki tala um
það! Það sem maður hefur
einu sinni glatað — það er
horfið!“
„Ekki þarf það að vera!“
sagði kona Lurks. „Ég hef
sjálfsagt einhver ráð með
þessa gimsteina."
En með sjálfri sér hugsaði
hún: „Það er gott að sú græn-
eygða veit ekki hvers hún er